Olivia de Havilland látin 104 ára að aldri

Olivia de Havilland, ein síðasta stjarnan frá gullöld Hollywood, er látin 104 ára að aldri.

Ferill de Havilland spannaði meira en 50 ár og lék hún í um 50 kvikmyndum, þar á meðal Gone With the Wind sem kom út árið 1939 en fyrir leik sinn í myndinni hlaut hún eina af fimm tilnefningum sínum til Óskarsverðlauna.

De Havilland var fædd í Tókíó í Japan, en ólst upp í Kaliforníu. Faðir hennar var breskur en móðir bandarísk. Hún fluttist til Parísar árið 1960 og bjó þar til dánardags en fyrir andlát var hún elsti Óskarsverðlaunahafinn á lífi.

Fyrsta kvikmynd De Havilland var myndin Captain Blood, en þar lék hún aðalhlutverk ásamt Errol Flynn. Hún hlaut Óskarsverðlaunin árið 1946 fyrir hlutverk sitt í myndinni To Each His Own árið 1946 og svo aftur árið 1949 fyrir leik í myndinni The Heiress.

Utan hvíta tjaldsins barðist hún við kvikmyndaver á þeim tíma sem þau höfðu ægivald yfir leikurum. Með stuðningi verkalýðsfélagsins Screen Actors Guild átti hún í málaferlum við Warner Brothers árið 1943 þegar fyrirtækið hafði lengt í samningi hennar sem refsingu fyrir að hafna hlutverkum. Hæstiréttur Kaliforníu úrskurðaði henni í vil í máli sem síðar átti eftir að verða þekkt sem De Havilland-reglan en þar með var losað um tök kvikmyndavera á leikurum sínum.

De Havilland var sæmd riddaratign í Bretlandi árið 2017 og er síðar þekkt sem Dame Olivia Mary de Havilland þar í landi.

Olivia de Havilland (t.v.) ásamt bresku leikkonunni Vivien Leigh á …
Olivia de Havilland (t.v.) ásamt bresku leikkonunni Vivien Leigh á leið sinni á frumsýningu kvikmyndarinnar Gone With The Wind árið 1939. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar