Spjallþátturinn Ellen sætir rannsókn

Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur átt betri daga.
Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur átt betri daga. mbl.is/Tubefilter.com

Mikill styr hefur staðið um The Ellen DeGeneres Show að undanförnu vegna óánægðra starfsmanna sem ítrekað hafa lýst slæmu vinnuumhverfi og eitruðu andrúmslofti. Nú hefur WarnerMedia hafið innanhússrannsókn á spjallþættinum. Fenginn verður óháður þriðji aðili til þess að ræða við fyrrverandi og núverandi starfsmenn þáttanna um upplifun þeirra í starfi.

Sagt er að stjórnendur hafi sagt brandara sem lýstu kynþáttafordómum eins og til dæmis að hafa ruglað saman tveimur svörtum konum með svipaða hárgreiðslu.

„Allir hafa talað um hvað Ellen sé illgjörn. En það er ekki vandamálið. Vandamálið eru framleiðendur þáttanna sem hafa mannaforráðin og skapa og viðhalda ákveðnu andrúmslofti á vinnustaðnum. Þeir telja að við eigum að prísa okkur sæl fyrir að fá að vinna þarna. Þannig ef okkur líkar ekki eitthvað þá getum við farið,“ sagði fyrrverandi starfsmaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup