Margir hafa minnst leikarans Gísla Rúnars Jónssonar á samfélagsmiðlum í dag. Gísli Rúnar lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri.
Gísli Rúnar var þjóðþekktur leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann kom að framleiðslu fjölda kvikmynda, þátta og leikrita. Efirminnilegt er frammistaða hans sem Anton flugstjóri í kvikmyndinni Stella í orlofi.
Gísli var kvæntur leikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og áttu þau tvo syni saman, Björgvin Franz og Róbert Óliver. Gísli og Edda skildu árið 2000.
Gísli lék í alls átta áramótaskaupum á árunum 1982 til 1996 auk þess sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði áramótaskaupinu 1981. Hann leikstýrði einnig þáttunum Fastir liðir: eins og venjulega og Heilsubælinu.
Það er mikil harmafregn að elsku vinur minn og séníið, Gísli Rúnar Jónsson, er látinn aðeins 67 ára að aldri. Ég votta...
Posted by Bergur Þór Ingólfsson on Wednesday, 29 July 2020
Elsku Gísli Rúnar, ég kynntist honum þegar ég var unglingur og var um tíma heimagangur á heimili hans og Eddu. Gísli var...
Posted by Hildur Eir Bolladóttir on Wednesday, 29 July 2020
Ég er harmi sleginn að fregna að góður vinur og samstarfsmaður, Gísli Rúnar Jónsson, sé látinn. Ég kynntist Gísla þegar...
Posted by Þorsteinn Guðmundsson on Wednesday, 29 July 2020
Mikil harmafregn! Ótrúlegur hæfileikamaður á svo mörgum sviðum og góður drengur. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst...
Posted by Jón Ólafsson on Wednesday, 29 July 2020
Júlíus, þú ekur.
— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) July 29, 2020
Ódauðlegt. #GísliRúnarhttps://t.co/Qx26DP8IlW