Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag hertar aðgerðir gegn baráttunni við kórónuveiruna. Reglurnar taka gildi á hádegi á morgun og hefur mörgum viðburðum helgarinnar verið aflýst í kjölfarið.
Í eðlilegu árferði væri ein stærsta ferðahelgi ársins fram undan en nú stefnir allt í að flestum viðburðum verði aflýst vegna þess að samkomutakmarkanir miðast við 100 manns.
Viðbrögð fólks sem starfar innan skemmtanabransans við þessum fréttum voru afdráttarlaus og sagði tónlistarmaðurinn Logi Pedro með réttu að verslunarmannahelginni væri „cancelled“ eða aflýst.
damn. verslunnarmannahelgin cancelled. svo sárt.
— Logi Pedro (@logipedro101) July 30, 2020
Ferða bransin ræður landamæri opinn við hin tökum höggið
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 30, 2020
Mikið þætti mér gaman ef landið væri lokað fyrir ferðamönnum
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 30, 2020
hver er að skrifa skaupið, hér er besti brandari ársins pic.twitter.com/sMxJuTJpY8
— Jónas Óli (@jonasoli) July 30, 2020
þetta var ekki aaalslæmur fundur. þetta gerðist til dæmis pic.twitter.com/huHCzRNhfT
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) July 30, 2020
Ég er gjörsamlega búinn á því eftir þessar nýjustu fréttir. 9 dagar í brúðkaup og mig langar bara að gráta
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) July 30, 2020
Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.
— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020
Bíddu ha? Er ekki hægt að treysta túristum sem finnst góð hugmynd að ferðast í miðjum heimsfaraldri?
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 29, 2020
Colour me surprised
Hugur minn er hjá tónlistafólki, veitingamönnum og öllum þeim sem eiga allt sitt undir því að fólk geti komið saman.
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 30, 2020
Eru ekki allir spenntir fyrir fleiri livestream tónleikum? 🙃
— Arnar (@youngnazareth) July 30, 2020
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 30, 2020
jæja, þá er maður bara atvinnulaus
— aron kristinn (@aronkristinn) July 30, 2020