Leikarinn Brad Garrett segir að slæm framkoma spjallþáttastjórnandans Ellen DeGeneres sé á allra vitorði. DeGeneres bað starfsfólk sitt afsökunar á slæmri framkomu sinni eftir harða gagnrýni í fjölmiðlum.
Vinnuumhverfið við tökur á þáttum DeGeneres var sagt eitrað og opnuðu margir fyrrverandi starfsmenn sig um slæma framkomu stjórnandans. Þátturinn sætir nú rannsókn af framleiðslufyrirtækinu WarnerMedia.
DeGeneres baðst afsökunar á framkomu sinni og axlar ábyrgð á stöðunni sem upp er komin.
Eftir að afsökunarbeiðnin rataði í fjölmiðla skrifaði Garrett á Twitter: „Afsakið, en þetta kemur frá yfirstjórninni. Þekki fleiri en eina manneskju sem hún kom skelfilega fram við. Það er á allra vitorði.“
Garrett sjálfur var gestur DeGeneres sex sinnum á árunum 2004 til 2007.
Sorry but it comes from the top @TheEllenShow Know more than one who were treated horribly by her. Common knowledge. DeGeneres Sends Emotional Apology to Staff - Variety https://t.co/D0uxOgyyre
— Brad Garrett (@RealBradGarrett) July 31, 2020