Segir slæma framkomu DeGeneres á allra vitorði

Brad Garrett segir það á allra vitorði að Ellen DeGeneres …
Brad Garrett segir það á allra vitorði að Ellen DeGeneres komi illa fram við starfsfólk sitt. AFP

Leikarinn Brad Garrett segir að slæm framkoma spjallþáttastjórnandans Ellen DeGeneres sé á allra vitorði. DeGeneres bað starfsfólk sitt afsökunar á slæmri framkomu sinni eftir harða gagnrýni í fjölmiðlum. 

Vinnuumhverfið við tökur á þáttum DeGeneres var sagt eitrað og opnuðu margir fyrrverandi starfsmenn sig um slæma framkomu stjórnandans. Þátturinn sætir nú rannsókn af framleiðslufyrirtækinu WarnerMedia.

DeGeneres baðst afsökunar á framkomu sinni og axlar ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. 

Eftir að afsökunarbeiðnin rataði í fjölmiðla skrifaði Garrett á Twitter: „Afsakið, en þetta kemur frá yfirstjórninni. Þekki fleiri en eina manneskju sem hún kom skelfilega fram við. Það er á allra vitorði.“

Garrett sjálfur var gestur DeGeneres sex sinnum á árunum 2004 til 2007. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir