Tökum á tveimur þáttum á Íslandi nýlokið

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey.
Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey. AFP

Sjónvarpsstöðin National Geographic þurfti að stöðva framleiðslu á 77 þáttum með 394 klukkustundum af efni í yfir tíu löndum víðs vegar um heiminn þegar kórónuveiran fór á flug.

Undanfarið hafa upptökur á mörgum þáttanna hafist að nýju. Til að mynda er upptökum lokið á þáttunum „Gordon Ramsay: Uncharted“ á Íslandi, í Króatíu, Finnlandi og Portúgal.

Sömuleiðis var nýverið tekinn upp hér á landi þátturinn Running Wild with Bear Grylls.

Jon Kroll, sem hefur umsjón með þætti sjónvarpskokksins Ramsay, segir framleiðendurna hafa fengið hjálp frá sérfræðingum í hernum. „Við hefðum getað beðið þangað til á næsta ári en við vildum virkilega hefja störf að nýju svo lengi sem við gætum snúið aftur heil á húfi,“ sagði hann við Deadline.

Skrítnasta áskorunin, að sögn Kroll, voru misjafnar reglur á flugvöllum í tengslum við kórónuveiruna. „Ruglingur var stærsta vandamálið vegna þess að reglurnar voru að breytast í hverri viku,“ bætti hann við.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir