Heimþrá hins heimilislausa

Úr Ya no estoy aquí eða Nú er ég ekki …
Úr Ya no estoy aquí eða Nú er ég ekki hér.

Ya no estoy aquí er önnur frásagnarmynd mexíkóska leikstjórans Fernandos Frías de la Parra. Myndin var sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum árið 2019 en var svo frumsýnd á Netflix í vor, skrifar Brynja í rýni sinni. Hér sé á ferðinni virkilega fersk kvikmynd, vel gerð, sviðsmynd og myndataka frábær og tónlistin æðisleg. 

„Myndin segir frá hinum 17 ára gamla Ulises, sem býr í fátækrahverfi í borginni Monterrey í Mexíkó. Monterrey er gegnsýrð af glæpum og í mörgum hverfum ráða glæpagengin nánast öllu, þau sjá um „löggæslu“, eru aðalatvinnurekendurnir og annast líka stundum hálfgildings velferðarþjónustu.

Ulises tilheyrir gengi sem kallar sig „Los Terkos“. Þau eru þó ekki glæpagengi heldur meira eins og lítið samfélag sem aðhyllist „kolombia“-hliðarmenninguna. Kolombiakúltúrinn hverfist í kringum tónlistarstefnuna „cumbia rebajada“, þ.e. hægar útgáfur af kólumbískum cumbia-lögum. Þetta minnir á „chopped and screwd“-hliðarstefnuna í hipphoppi, sem gengur út á að endurhljóðblanda lög og hægja verulega á taktinum. Kolombia-krakkarnir klæða sig líka á sérstakan hátt og piltarnir eru með brjálaða hárgreiðslu. Þau hlusta á cumbia rebajada allan liðlangan daginn og dansa við tónlistina. Ulises er besti dansarinn í hópnum og vinnur iðulega í danskeppnum sem krakkarnir taka þátt í.

Ulises og vinir hans eiga ekki snjallsíma eða tónhlöður og verða því að hlusta á tónlistina í útvarpinu. Dag einn finna krakkarnir mp3-spilara á götumarkaði sem er sneisafullur af cumbia-tónlist sem þau hreinlega verða að eignast. Þau fara að betla peninga en lenda upp á kant við nokkra glæpona úr Los F-glæpagenginu.

Fyrir hálfgerðan misskilning fær Ulises Los F upp á móti sér og það endar ekki betur en svo að hann þarf að flýja land. Honum er smyglað ólöglega til Bandaríkjanna, alla leið til New York, þar sem hann fær vinnu og húsaskjól í gegnum sambönd. En Ulises er bara unglingur og honum reynist erfitt að ná áttum í borgarfrumskóginum,“ skrifar Brynja. 

Myndin inniheldur mörg frábær tónlistar- og dansatriði, að mati Brynju sem segir kólumbíska cumbia-músík  einhverja þá bestu í heiminum, uppfulla af gleði og trega. „Hér er dregin upp mjög innileg og sannfærandi mynd af ungum manni sem þarf að halda í mikið ferðalag til þess að komast aftur heim. Að því leyti minna raunir hans á þær sem nafni hans Ódysseifur lenti í forðum. Spurningin er svo hvort hann geti nokkurn tímann átt heimili aftur, því hann er á milli heima. Hann gæti átt betra líf í Bandaríkjunum en hann vill ekki vera þar, hann vill vera heima með vinum sínum en þar er allt breytt líka. Þetta er ekki bara sama sagan um fátækling sem ferðast norður á bóginn í von um betra líf heldur karakterstúdía sem tekst á við hina margbrotnu heimþrá þess sem á hvergi heima,“ segir í niðurlagi gagnrýninnar en myndina má finna á Netflix. 

Hér má svo hlusta á Brynju ræða við Helga Snæ Sigurðsson, blaðamann á menningardeild Morgunblaðsins, um myndina í kvikmyndahlaðvarpinu BÍÓ. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir