Raunveruleikaþáttastjarnan Khloé Kardashian og NBA-leikmaðurinn Tristan Thompson eru byrjuð aftur saman að því fram kemur á vef Us Weekly. Eftir stormasöm sambandsslit í fyrra er Kardashian sögð vona að barnsfaðir hennar hafi breyst.
„Khloé vonar að Tristan hafi breyst og hann muni halda áfram að þroskast og vera sá frábæri og tryggi marki sem hann hefur verið á meðan þau hafa verið saman í sóttkví,“ sagði heimildarmaður.
Thompson hefur verið á heimili Kardashain og dóttur þeirra í Los Angeles en þau hættu saman eftir fæðingu dóttur þeirra þegar upp komst um framhjáhald hans.
„Sú staðreynd að Tristan hefur ekki getað unnið eða hangið með vinum sínum og öðrum íþróttamönnum sem hafa áður haft slæmt áhrif á hann hefur verið frábært fyrir sambandið,“ sagði heimildarmaður.
Eru Kardashian og Thompson sögð vera að skoða framtíð sína saman. „Khloé vill gefa dóttur sinni True systkini af því hún er á fullkomnum aldri,“ sagði heimildarmaður en Thompson sem spilar með Cleveland Cavaliers er sagður vonast til þess að vera keyptur til liðs í Kaliforníu.