Harry og Meghan flutt á nýjan stað

Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP

Hertogahjónin Harry og Meghan hafa keypt sitt eigið hús í Santa Barbara í Kaliforníu. Hertoghjónin keyptu eignina sjálf og eru hjónin því ekki lengur gestir stórstjörnu í Los Angeles. 

Talsmaður hjónanna staðfesti fréttirnar á vef Hello og sagði hjónin hafa komið sér vel fyrir í nýju samfélagi og vona að þau fái að vera í friði ekki bara vegna einkalífs þeirra heldur einnig vegna nágrannanna. 

Hjónin eru sögð hafa búið í húsinu í sex vikur en á svæðinu búa stjörnur á borð við Opruh Winfrey og Ellen DeGeneres. Talið var að Harry og Meghan myndu kaupa hús í Los Angeles en það gerðist ekki. „Þau eru ekki gestir Opruh eða einhver annars, þau keyptu þetta hús sjálf. Þetta er staðurinn sem þau vilja halda áfram með líf sitt England,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður Page Six. „Þarna vilja þau ala Archie upp, þar sem þau vonast til þess að geta lifað eins venjulegu lífi og mögulegt er.“

Þegar Harry og Meghan fluttu til Bandaríkjanna voru þau sögð búa í glæsihýsi eins ríkasta manns í skemmt­anaiðnaðinum, Tyler Perry.  Þau ætluðu sér þó aldrei að búa lengi í Los Angeles en það var þægilegt á þeim tíma þar sem móðir Meghan býr í borginni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir