Myndatakan sögð „alger martröð“

Það var þrautin þyngri að ná öllum saman á mynd.
Það var þrautin þyngri að ná öllum saman á mynd. ljósmynd/Clarence House

Ljósmyndin sem tekin var í tilefni af sjötíu ára afmæli Karls Bretaprins árið 2018 sýndi hamingjusamari konungsfjölskyldu en tilefni gaf til.

Myndin sýnir nánustu fjölskyldu Karls Bretaprins samankomna. Karl Bretaprins hossar barnabarni sínu á hné sér og bræðurnir Vilhjálmur og Harry brosa sínu blíðasta. Í nýútkominni bók Finding Freedom kemur hins vegar fram að það hafi reynst þrautin þyngri að koma öllum saman til þess að taka myndina. Hvorki Vilhjálmur né Harry hafi sýnt nokkurn áhuga á myndatökunni og ekki lagt sig fram til þess að finna tíma fyrir hana. Þá segja höfundar bókarinnar samband Harry prins við Karl föður sinn hafa verið mjög flókið og stormasamt sem hjálpaði heldur ekki til. 

Finding Freedom hefur vakið mikla athygli undanfarið. Svo virðist sem höf­und­ar bók­ar­inn­ar hafi haft greiðan aðgang að upp­lýs­ing­um úr innsta hring konungsfjölskyldunnar og margir hafa sett spurningarmerki við það lof sem virðist vera ausið yfir Harry og Meghan í bókinni. Tals­menn Harry og Meg­h­an hafa sagst hvorki hafa veitt höf­und­un­um viðtöl né aðstoðað með nein­um öðrum hætti við gerð bókarinnar. Konunglegir sérfræðingar draga það í efa en segja að ekki sé um annað að ræða en að taka þau á orðinu. Það sé hins vegar ljóst að þau séu ekki á móti bókinni því þá hefðu þau brugðist harðar við útgáfu hennar. Líklega eru þau fegin að sjónarmið þeirra fái að heyrast. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir