Leikarinn Brad Pitt er ósammála því að dómarinn í skilnaðar-og forræðismáli hans og leikkonunnar Angelinu Jolie sé vanhæfur. Jolie komst í fréttir fyrr í vikunni þegar lögfræðiteymi hennar hélt því fram að dómarinn í málinu væri vanhæfur. Lögfræðingar Pitt eru ekki á sama máli og hafa svarað að því fram kemur á Page Six.
Lögmenn Pitt halda því fram að börnin þeirra sex muni tapa á nýjasta útspili Jolie. Beiðni hennar ætti því að hafna að mati lögfræðinga Pitt. Einnig taka lögmenn Pitt fram hversu vel Jolie þekkir dómarann og ættu báðum málsaðilum að vera vel kunnugt um verkefni hans. Er því meðal annars haldið fram að Jolie hafi sérstaklega valið hann til þess að gifta þau Pitt árið 2014.
Jolie heldur því fram að dómarinn eigi að víkja þar sem hann hafi ekki verið nægilega gagnsær um aðkomu sína að öðrum málum sem tengdust lögmanni Brad Pitts.
Málaferli Jolie og Pitt hafa staðið í fjögur ár. Þau voru saman í tólf ár og gift í tvö ár. Á síðasta ári fengu þau þó skilnað að því leyti að þau eru talin lagalega einhleyp en það á þó eftir að ganga frá úrlausnarefnum gagnvart börnum og fjármálum.