Keyptu húsið í L.A. fyrir sína eigin peninga

Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex hafa svo sannarlega staðið við orð sín um að ætla að verða fjárhagslega sjálfstæð. Nýlega festu þau kaup á húsi í Montecito-hverfi í Los Angeles í Bandaríkjunum og það sem meira er, þau keyptu það með sínum eigin peningum.

„Harry hefði getað beðið föður sinn, Karl Bretaprins, um að koma að fasteignakaupunum, en hann valdi að gera það ekki,“ sagði heimildarmaður Us Weekly um kaupin. 

„Að blanda pabba sínum inn í kaupin hefði valdið því að hann hefði stjórn yfir þeim. Fyrir Meghan og Harry myndi það þýða skref aftur á bak,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Prinsinn og Meghan tilkynntu í byrjun árs að þau ætluðu sér að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni og ætluðu sér að verða fjárhagslega sjálfstæð. Og það hafa þau nú gert.

Húsið kostaði litlar 14,65 milljónir bandaríkjadala og tóku þau húsnæðislán upp á 9,5 milljónir fyrir húsið. 

„Harry og Meghan líta á þetta sem mjög góð kaup, þetta var tækifæri sem þau vildu ekki missa af. Þetta er fjárfesting, ólíkt því að kaupa bíl. Meghan hefur mikla trú á að þau geti hagnast vel kjósi þau að selja húsið eftir einhver ár,“ sagði heimildarmaðurinn. 

„Þetta var stór skref fyrir þau, sérstaklega þar sem þetta er fyrsta fasteignin sem þau kaupa sér,“ sagði heimildarmaðurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir