Ben Cross er látinn

Ben Cross er látinn 72 ára að aldri.
Ben Cross er látinn 72 ára að aldri. AFP

Breski leikarinn Ben Cross er látinn 72 ára að aldri. Cross var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk íþróttastjörnunnar Harolds Abrahams í kvikmyndinni Chariots of Fire. 

Samkvæmt heimildum BBC lést Cross skyndilega eftir stutt veikindi. Lauren, dóttir leikarans, sagði í færslu sinni á Facebook að hún væri miður sín yfir andláti föður síns. Hún sagði auk þess í færslu sinni að hann hefði verið veikur í nokkurn tíma en hrakað hratt síðustu vikuna. 

Cross fór með hlutverk í fyrstu míníseríunni sem sjónvarpsstöðin HBO framleiddi, The Far Pavilions árið 1984, og hryllingsseríunni Dark Shadows. 

Hann lauk nýverið við tökur á hryllingsmyndinni The Devils Light og seinna á árinu kemur út kvikmyndin Last Letter From Your Lover, sem Cross fór með hlutverk í. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Sarah Morgan
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Sarah Morgan
5
Birgitta H. Halldórsdóttir