Will Smith sagður hérlendis

Sést hefur til stórleikarans Will Smith á Norðurlandi.
Sést hefur til stórleikarans Will Smith á Norðurlandi. mbl.is/etonline.com

Bandaríski leikarinn Will Smith er staddur á Íslandi við tökur á sjónvarpsþætti sem hann er með í smíðum. Honum hefur sést bregða fyrir á Norðurlandi, að því er RÚV hefur eftir heimildum sínum. 

Framleiðslufyrirtækið Truenorth er sagt vera leikaranum innan handar en tökulið hans fylgir ströngum sóttvarnareglum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Óvitað er hvaða þáttaröð Smith er nú með í smíðum en hann hefur á síðustu árum staðið að þáttaröðunum Will Smith's Bucket List og Will Smith: Off the Deep End

Smith hefur verið tilnefndur til fimm Golden Globe-verðlauna og tvennra Óskarsverðlauna. Þá hefur hann unnið til fernra Grammy-verðlauna og var árið 2007 kallaður valdamesti leikari Hollywood. Smith gerði fyrst garðinn frægan á níunda áratugnum sem rapparinn Fresh Prince. Síðar varð hann heimsþekktur leikari og framleiðandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir