Sarah Harding, söngkona úr bresku stúlknahljómsveitinni Girls Aloud og sigurvegari Celebrity Big Brother 2017, hefur greint frá því að hún sé með brjóstakrabbamein sem er langt gengið.
„Fyrr á árinu greindist ég með brjóstakrabbamein. Fyrir nokkrum vikum kom svo í ljós að krabbameinið hefur dreift sér. Ég fer í lyfjameðferð í hverri viku og er að berjast gegn þessu eins harkalega og ég get,“ segir Harding á samfélagsmiðlum en hún er 38 ára gömul.
Athugasemdir við færsluna eru fjölmargar og bataóskum rignir yfir hana. Aðrir meðlimir úr hljómsveitinni Girls Aloud láta ekki sitt eftir liggja. Nadine Coyle segist elska hana og minnir á að hún hafi alltaf verið fær um að láta kraftaverkin gerast. Þá setti Cheryl (áður Cheryl Cole) brostið hjarta við færsluna.
Girls Aloud áttu marga vinsæla smelli fyrir rúmum áratug. Hljósmveitin lagði upp laupana 2013.
View this post on InstagramA post shared by Sarah Harding (@sarahnicoleharding) on Aug 26, 2020 at 3:02am PDT