„Héldum í vonina lengi“

Ísleifur segir að skipuleggjendur hátíðarinnar vilji sýna ábyrgð.
Ísleifur segir að skipuleggjendur hátíðarinnar vilji sýna ábyrgð. mbl.is/Eggert

„Við héldum í vonina lengi um að þetta gæti verið ein af fáu alvöru hátíðum heims sem myndu fara fram í ár,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. 

Hátíðinni, sem fara átti fram í haust, var frestað og fer fram 3.-6. nóvember 2021. Í tilkynningu frá skipukeggjendum segir að öryggið skipti öllu máli þegar kemur að hátíðinni og hertar aðgerðir við landamærin komi í veg fyrir að unnt sé að halda hátíðina í ár. 

„Við skiljum þessar aðgerðir allar og kvörtum ekkert yfir þeim, eina leiðin út úr þessu ástandi er að ná tökum á veirunni og það þarf einfaldlega að gera það sem þarf til þess; við viljum sýna ábyrgð og höfum núna 15 mánuði til að skipuleggja flotta hátíð árið 2021, “ segir hann. 

Hvetur fólk til að halda í miðana

Þeir sem eiga miða á hátíðina í ár þurfa ekkert að aðhafast, að sögn Ísleifs, þar sem aðgöngumiðinn gildir á næstu hátíð. „Okkur þætti vænt um að miðahafar myndu halda í miðana sína og þannig styðja við íslenska tónlistargeirann og tónleika- og skemmtanahald á Íslandi, sem á undir högg að sækja þessa dagana,“ segir Ísleifur. 

Ef miðahafar geta ekki nýtt miðana á næsta ári geta þeir óskað eftir endurgreiðslu fyrir 9. september, með því að senda tölvupóst á info@tix.is. Þeir sem keyptu pakkaferð í genum Icelandair munu fá tölvupóst frá Icelandair Holidays með frekari upplýsingum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup