Raunveruleikastjörnunar Kourtney Kardashian og Scott Disick eru ekki komin aftur í samband þrátt fyrir að þau eyði miklum tíma saman um þessar mundir.
Bæði eru þau einhleyp en Disick er nýlega einhleypur eftir að hann og Sofia Richie hættu saman. Disick og Kardashian sáust saman í Nobu í Malibu um helgina og litu út fyrir að vera á stefnumóti. Heimildir TMZ herma þó að þau séu ekki saman.
Disick og Kardashian voru saman á árunum 2006 til 2015 og eiga saman þrjú börn sem þau deila forræði yfir. Þau hafa alltaf haft það að leiðarljósi að vinna vel saman að uppeldi barnanna og hafa því eytt miklum tíma saman þrátt fyrir að vera ekki í ástarsambandi.