Hugmyndirnar eru óþrjótandi

Steinunn Sigurðardóttir segist hafa skrifað Hjartastað af ótta um og …
Steinunn Sigurðardóttir segist hafa skrifað Hjartastað af ótta um og umhyggju fyrir Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er að sumu leyti fyr­ir­ferðarmesta og tíma­frek­asta óþægðaraf­kvæmið mitt. Kannski þykir mömm­unni ein­mitt vænst um þá krakka­kvöl sem hún þurfti að hafa mest fyr­ir og hélt vöku fyr­ir henni,“ seg­ir Stein­unn Sig­urðardótt­ir um skáld­sögu sína Hjart­astað sem ný­lega var end­urút­gef­in hjá Máli og menn­ingu 25 árum eft­ir að hún kom fyrst út, hjá sömu út­gáfu, og hlaut Íslensku bók­mennta­verðlaun­in.

Skáld­sag­an fjall­ar um Hörpu Eir sem flýr úr höfuðborg­inni og aust­ur á land til að bjarga dótt­ur sinni frá háska­legu líferni og ill­um fé­lags­skap, en í leiðinni ferðast les­end­ur um minn­ing­ar móður­inn­ar í leit henn­ar að sann­leik­an­um um sjálfa sig. Tveggja daga ferðalag mæðgn­anna hefst á síðasta degi ág­úst­mánaðar og því viðeig­andi að birta viðtal við höf­und­inn á þess­um tíma­mót­um, en sjálf hélt hún á mánu­dag til Frakk­lands ásamt eig­in­manni sín­um, Þor­steini Hauks­syni tón­skáldi, þar sem þau hafa tekið sér hús á leigu í miðalda­bæn­um Sen­l­is skammt norður af Par­ís til að sinna list­sköp­un sinni.

Steinunn Sigurðardóttir skáld og Þorsteinn Hauksson tónskáld héldu fyrr í …
Stein­unn Sig­urðardótt­ir skáld og Þor­steinn Hauks­son tón­skáld héldu fyrr í vik­unni til Frakk­lands til að sinna list­sköp­un sinni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Af­drifa­rík hvatn­ing

Stein­unn tek­ur end­urút­gáf­unni fagn­andi enda hafði skáld­sag­an lengi verið ófá­an­leg hér­lend­is. Útgáf­una prýðir nýr eft­ir­máli eft­ir Guðna Elís­son, pró­fess­or við Há­skóla Íslands, þar sem hann grein­ir skáld­sög­una út frá vega­frá­sögn­inni. „Það er auðvitað al­gjör lúx­us að fá svona fína og ferska um­fjöll­un um þenn­an þátt, en stef­in í sög­unni eru mörg sem hægt væri að þræða sig eft­ir,“ seg­ir Stein­unn og bend­ir á að marg­vís­legt hafi í gegn­um tíðina verið skrifað um tungu­mál skáld­sög­unn­ar. Þar á meðal að það brúi gaml­an og nýj­an tíma. „Það var til dæm­is mikið mál fyr­ir mig á sín­um tíma að búa til sann­fær­andi slang­ur fyr­ir tán­ing­inn í bók­inni sem myndi stand­ast tím­ans tönn. Ég sneri mig aðeins út úr því með því að láta ung­ling­inn stund­um viðhafa bók­mennta­lega tann­hvöss til­svör.“

Á kápu bók­ar­inn­ar er vitnað í Kristján B. Jónas­son, bók­mennta­fræðing og út­gef­anda, sem seg­ir að Hjart­astaður sé „óum­deil­an­lega opus magn­um Stein­unn­ar“. Þegar þetta er borið und­ir Stein­unni svar­ar hún því til að um það verði aðrir að dæma. „Það er alls eng­inn kon­sens­us um það hver af skáld­sög­um mín­um sé mest og best. Marg­ir nefna Tímaþjóf­inn meðan aðrir segja Ástin fisk­anna. Þó nokkr­ir myndu nefna Sól­skins­hest, ein­hverj­ir Hjart­astað með meiru. Þetta ósam­komu­lag finnst mér auðvitað gleðilegt, en það má segja að Hjart­astaður sé opus magn­um í þeim skiln­ingi að þetta er lang­lengsta og viðamesta skáld­saga mín. Hún hef­ur líka þá sér­stöðu að hún fer um víðan völl, meðan sum­ar skáld­sög­ur mín­ar hafa eitt meg­inþema,“ seg­ir Stein­unn og ger­ir rit­dóma og fag­leg­ar grein­ing­ar því næst að um­tals­efni.

„Á sín­um tíma skrifaði Kristján B. rosa­lega flotta og ít­ar­lega grein um Hjart­astað fyr­ir Tíma­rit Máls og menn­ing­ar. Sá lúx­us fyr­ir einn höf­und að fá al­menni­lega um­fjöll­un get­ur jafn­vel verið af­drifa­rík hvatn­ing til þess að halda áfram rit­mennsk­unni, því það er ekki sjálf­gefið að halda enda­laust áfram þess­ari sköp­un sem tek­ur svona rosa­lega á. Áður höfðu nokkr­ar ung­ar kon­ur skrifað nöldr­andi úr­tölu­dóma um Hjart­astað. Þenn­an tón rakst ég aldrei á í um­fjöll­un blaða er­lend­is, því þar voru dóm­ar miklu já­kvæðari. Ég fékk t.d. meira pláss og flott­ari dóm í Süddeutsche Zeit­ung en í blöðunum hér. Það var svo hlægi­legt að í Þýskalandi var mikið talað um tungu­málið í bók­inni, sem varla var tæpt á í blaðadóm­um hér,“ seg­ir Stein­unn og bend­ir á að þótt þýðing Colettu Bürling hafi vissu­lega verið frá­bær þá hafi bók­in nú einu sinni verið skrifuð á ís­lensku. „En það er auðvitað óskilj­an­legt grín að vera rit­höf­und­ur. Og maður væri líka löngu dauður ef maður kynni ekki að taka því með húm­or.“

Steinunn Sigurðardóttir um það leyti sem skáldsaga hennar Tímaþjófurinn kom …
Stein­unn Sig­urðardótt­ir um það leyti sem skáld­saga henn­ar Tímaþjóf­ur­inn kom út. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Spurð hvort hún telji að Hjart­astaður hafi elst vel seg­ist Stein­unn vona það. Hún seg­ist helst ekki lesa út­komnu bæk­urn­ar sín­ar, en hún hafi lesið þessa fyr­ir út­varpið síðasta haust, þar sem hún var Jóla­bóka­gjöf Rás­ar eitt 2019. Ég datt ekki um nein sér­stök pín­leg­heit í tíma. Bók­in fjall­ar líka um ei­lífðar­mál,“ seg­ir Stein­unn og vís­ar þar til tengsla mæðgn­anna og leit­ar­inn­ar að upp­run­an­um. „Inn í það bland­ast vinátt­an, niður­brot sam­skipta og þessi tog­streita sem verður gjör­sam­lega öfga­kennd þegar ung­ling­ur fer út af spor­inu.“ Stein­unn tek­ur fram að ef ein­hver hefði sagt henni 1995 hversu mörg týndu börn­in í þjóðfé­lag­inu yrðu 25 árum síðar og aðstæður barna í neyslu hefði hún ekki trúað því. „En málið er því miður enn aktú­elt.

Að ein­hverju leyti er þessi bók líka skrifuð af ótta um og um­hyggju fyr­ir Íslandi. Þá óraði mig samt ekki fyr­ir því hryðju­verki sem framið var kring­um Kára­hnjúka aðeins rúm­um ára­tug síðar. Hjart­astaður­inn er ein­mitt Aust­ur­land þar sem þess­ar Ísland­s­perl­ur voru eyðilagðar með þeim af­leiðing­um að það er langt í frá gróið um heilt í sam­fé­lag­inu 14 árum síðar. Und­ir þeirri heiðríkju sem við fyrstu sýn blas­ir við í Hjart­astað leyn­ist ugg­ur sem var því miður ekki ástæðulaus. Núna finnst mér eins og ég hafi skrifað el­egíu um Ísland, nán­ast óaf­vit­andi. Ekki hefði ég til dæm­is getað spáð um ferðamanna­fjöld­ann, sem var yf­ir­vof­andi og hrakti Íslend­inga í raun­inni af land­inu sínu. Því síður hefði ég getað spáð þeirri ótrú­legu til­vilj­un að sum­arið sem Hjart­astaður er end­urút­gef­in séu bara Íslend­ing­ar á veg­un­um eins og þegar bók­in var skrifuð.“

Hug­mynd­irn­ar óþrjót­andi

Í ljósi þess að niður­lag Hjart­astaðar gef­ur sterk­lega til kynna að veg­ferð sögu­hetj­unn­ar sé þrátt fyr­ir allt ekki lokið ligg­ur beint við að spyrja Stein­unni hvort aldrei hafi komið til greina að skrifa fram­hald. „Ein­hvern tím­ann stóð til að gera sjón­varps­seríu upp úr bók­inni og ég var spurð hvort ég gæti hugsað mér að spinna sög­una áfram. Þá kom í ljós að hug­mynd­irn­ar voru óþrjót­andi. Það hef­ur reynd­ar aldrei verið vanda­mál hjá mér að fá hug­mynd­ir, vand­inn felst í því að vinsa úr og vera viss um að til­tekið viðfangs­efni henti mér og kall­ist á við tím­ann. En eitt eiga all­ar hug­mynd­ir mín­ar sam­eig­in­legt. Þær koma frá hjart­anu,“ seg­ir Stein­unn að lok­um.

Viðtalið við Stein­unni birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu mánu­dag­inn 31. ág­úst. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Fólk heldur áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir nema þú sjálfur gerir eitthvað í málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Fólk heldur áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir nema þú sjálfur gerir eitthvað í málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka