Britney vill að heimurinn fái að fylgjast með

Britney Spears virðist vera fylgjandi herferðinni sem snýr að því …
Britney Spears virðist vera fylgjandi herferðinni sem snýr að því að frelsa hana. AFP

Lögráðamannsmál tónlistarkonunnar Britney Spears hefur hlotið mikla athygli á síðustu vikum. Fjallað hefur verið baráttu Britney við föður sinn Jamie Spears sem hefur verið lögráðamaður hennar síðan árið 2008. Aðdáendur Britney hafa gagnrýnt fyrirkomulagið og vilja frelsa Britney og nú virðist sem Britney sé fylgjandi herferðinni #FreeBritney. 

Í nýjum skjölum í málinu kemur fram að Jamie er ekki hrifinn af athyglinni sem málið hefur fengið í fjölmiðlum og hefur hann óskað eftir því að nýlegar vendingar í málinu verði ekki gerðar opinberar. 

Lögmaður Britney, Samuel Ingham III, hefur andmælt þessari ósk Jamies og vitnar í Britney sjálfa. „Heimurinn fylgist með,“ sagði Ingham III. Britney er „algjörlega mótfallin því að faðir hennar feli mál þeirra inni í leyndarmálaskáp fjölskyldunnar“, segir í skjölunum. 

Af gögnunum að dæma virðist Spears og lögfræðingateymi hennar vera fylgjandi því að heimurinn fái að fylgjast með og það sem meira er þau virðast vera fylgjandi #FreeBritney-herferðinni. 

„Á þessum tímapunkti í lífi hennar þegar hún er að reyna að endurheimta persónulegt frelsi sitt kann hún vel að meta allan þann vel upplýsta stuðning sem aðdáendur hennar veita henni,“ skrifaði Ingham III. 

#FreeBritney-herferðin hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu mánuði en aðdáendur hennar halda því fram að henni sé haldið fanginni gegn vilja sínum. Britney hefur aldrei, fyrr en nú, brugðist við herferðinni. 

Brit­ney hef­ur ekki ráðið yfir sín­um eig­in fjár­mun­um né ráðið nokkru um tón­list­ar­fer­il sinn frá ár­inu 2008. Lögráðamaður henn­ar hef­ur al­gjöra stjórn yfir henn­ar per­sónu­lega lífi og get­ur stjórnað því við hverja hún er í sam­skipt­um. Hann sér einnig um að eiga sam­skipti við lækna henn­ar um meðferð henn­ar. 

Heimurinn fylgist með Britney og hún vill að hann fái …
Heimurinn fylgist með Britney og hún vill að hann fái að fylgjast með. AFP

Jamie faðir hennar gegndi stöðunni til ársins 2019 þegar hann óskaði eftir því að stíga tímabundið til hliðar vegna veikinda sinna. Skömmu seinna var umboðsmaður hennar Jodi Montgomery skipuð lögráðamaður. 

Í ágúst síðastliðnum óskaði Britney eftir því að faðir hennar fengi ekki aftur að taka við stöðu lögráðamanns hennar. Hann hafði óskað eftir því sjálfur að komast aftur að stjórnvelinum. Eins og staðan er í dag bendir allt til þess að Jamie muni endurheimta stöðuna. 

Britney hefur einnig óskað eftir því að banki eða sjóður fari með stjórn eigna hennar og auðæfa. Það hefur ekki verið samþykkt af dómara enn sem komið er.

Jamie hefur sett sig upp á móti #FreeBritney-herferðinni og meðal annars kallað hana brandara. „Ég þarf að tilgreina hverja einustu krónu sem ég eyði til dómara á hverju ári. Hvernig í fjandanum ætti ég að stela einhverju?“ sagði Jamie í viðtali við New York Post á síðasta ári.

Ingham hefur í máli sínu við dómara dregið orð Jamies í efa. „Lögráðamannsmál Britney hefur hlotið mikla gagnrýni hjá fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Herferðin er ekki byggð á samsæriskenningu og er ekki brandari eins og Jamie sagði í fjölmiðlum. Þessi gagnrýni og umræða er eðlileg og jafnvel skiljanleg afleiðing þess að Jamie vilji ekki opinbera vendingar í málinu til þess að hindra að almenningur fái réttar og mikilvægar upplýsingar um mál Britney,“ sagði Ingham.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir