„Fjölbreytt og skemmtilegt“

Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

„Vegna kófs­ins er ljóst að við þurf­um að gera hlut­ina með ögn öðrum hætti en venju­lega. Mik­il­vægi okk­ar sem menn­ing­ar­stofn­un­ar sem miðlar menn­ingu til lands­manna minnk­ar ekk­ert þó svo að við þurf­um að breyta skipu­lag­inu út af sam­komutak­mörk­un­um,“ seg­ir Lára Sól­ey Jó­hanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands (SÍ).

„Við velj­um að kynna starfs­árið okk­ar með fyr­ir­vara um breyt­ing­ar, en reikn­um með að þurfa reglu­lega að end­ur­meta stöðuna. Við höf­um hlakkað mikið til að kynna kom­andi starfs­ár sem verður bæði fjöl­breytt og skemmti­legt,“ seg­ir Lára Sól­ey.

Dag­skrá kom­andi starfs­árs hef­ur þegar verið birt á vef hljóm­sveit­ar­inn­ar, sin­fonia.is en þar má finna tæm­andi upp­lýs­ing­ar um tón­leika vetr­ar­ins, ein­leik­ara, lista­menn, stjórn­end­ur og auðvitað verk­in sjálf. Þar má sjá að fyrstu tón­leik­ar SÍ í Eld­borg Hörpu þetta starfs­árið verða í kvöld, föstu­dag, kl. 20. „Þar er um að ræða hátíðardag­skrá þar sem rifjaðar verða upp stór­ar stund­ir í tón­list­ar­sögu Rík­is­út­varps­ins og Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ísland und­ir stjórn Daní­els Bjarna­son­ar, en á efn­is­skránni eru verk eft­ir m.a. Johann Sebastian Bach, Luigi Boccher­ini, Aram Kat­sja­t­úrí­an, Ígor Stra­vin­skíj, Emil Thorodd­sen, Ingi­björgu Þor­bergs og Jón Þór­ar­ins­son.

Tón­leik­um sjón­varpað

„Í ljósi aðstæðna verða eng­ir áhorf­end­ur í sal á þess­um tón­leik­um, en þeim verður sjón­varpað beint á RÚV og út­varpað á Rás 1,“ seg­ir Lára Sól­ey og bend­ir á að þær sam­komutak­mark­an­ir sem í gildi eru setji mark sitt á dag­skrána í sept­em­ber og verða all­ir tón­leik­ar í beinni sjón­varps­út­send­ingu.

„Við þurf­um auðvitað að taka mið af þeim sam­komutak­mörk­un­um sem stjórn­völd ákveða, en ger­um okk­ur von­ir um að hægt verði að hefja hefðbundna dag­skrá í októ­ber þar sem hægt verði að taka á móti áhorf­end­um í sal. Þetta er því ekki planið sem við lögðum upp með, enda var ástandið mun bjart­ara í vor þegar sam­komutak­mark­an­ir voru rýmkaðar.“

Að sögn Láru Sól­eyj­ar er á kom­andi starfs­ári, þrátt fyr­ir kófið, gert ráð fyr­ir svipuðum fjölda er­lendra flytj­enda og verið hef­ur á síðustu árum. „Við vor­um auðvitað búin að bóka þessa flytj­end­ur löngu áður en kófið skall á,“ seg­ir Lára Sól­ey og tek­ur fram að eft­ir að ákveðið var að all­ir sem til lands­ins koma þurfi að fara í fjög­urra til fimm daga sótt­kví með tveim­ur sýna­tök­um sé ljóst að finna þurfi út­færslu þar á sem henti bæði hljóm­sveit og er­lend­um flytj­end­um meðal ann­ars með til­liti til þess hver beri kostnaðinn af slíku. „Sem dæmi er hljóm­sveit­ar­stjór­inn Rich­ard Kaufm­an til­bú­inn að koma fyrr til lands­ins til að geta stjórnað tón­leik­um sem helgaðir eru kvik­mynda­tónlist Ennio Morrico­ne og John Williams þann 1. októ­ber.

Ungstirni stíga á svið með SÍ

Það er okk­ur mikið ánægju­efni að Eva Ollikain­en, nýr aðal­hljóm­sveit­ar­stjóri, kem­ur til lands­ins í sept­em­ber og mun eft­ir sótt­kví byrja að vinna með hljóm­sveit­inni,“ seg­ir Lára Sól­ey, en Ollikain­en mun stjórna tvenn­um tón­leik­um í sept­em­ber og tvenn­um tón­leik­um í októ­ber. „Fyrstu tón­leik­arn­ir verða 17. sept­em­ber þar sem boðið verður upp á Beet­ho­ven-veislu í samtarfi við RÚV sem sýn­ir beint frá tón­leik­un­um. Þar mun Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son leika Pí­anókonsert nr. 3 eft­ir Beet­ho­ven auk verks­ins Glassworks fyr­ir pí­anó og strengi eft­ir Phil­ip Glass. Á tón­leik­um 23. sept­em­ber, sem einnig verða í sam­starfi við RÚV, stjórn­ar Ollikain­en Sin­fón­íu nr. 5 eft­ir Beet­ho­ven og Aer­iality eft­ir Önnu Þor­valds­dótt­ur.

Á tón­leik­um 8. októ­ber stjórn­ar Ollikain­en ásamt Daní­el Bjarna­syni og Bjarna Frí­manni Bjarna­syni From Space I Saw Earth sem Daní­el samdi fyr­ir Fíl­harm­ón­íu­sveit­ina í Los Ang­eles og frum­flutt var þar í nóv­em­ber á síðasta ári í til­efni af ald­araf­mæli hljóm­sveit­ar­inn­ar. Að lok­um má nefna að Ollikain­en stjórn­ar tón­leik­um 22. októ­ber þar sem Ma­rita Søl­berg syng­ur ein­söng í Fjór­um síðustu söngv­um Rich­ards Strauss og sveit­in flyt­ur Sin­fón­íu nr. 2 eft­ir Ant­on Bruckner,“ seg­ir Lára Sól­ey og tek­ur fram að Ollikain­en snúi aft­ur í janú­ar til að stjórna Vín­ar­tón­leik­um SÍ auk þess sem hún muni síðar í þeim sama mánuði stjórna Sin­fón­íu nr. 5 eft­ir Gustav Mahler, sem sé einn af hápunkt­um árs­ins.

„Ollikain­en tek­ur einnig við tón­sprot­an­um í Val­kyrj­unni sem hljóm­sveit­in vinn­ur í sam­starfi við Lista­hátíð Reykja­vík­ur og Íslensku óper­una sem flytja átti í maí sl. en fær­ist til fe­brú­ars á næsta ári,“ seg­ir Lára Sól­ey og lýs­ir ánægju sinni með að hægt hafi verið að færa þau þrjú stóru sam­starfs­verk­efni SÍ sem ráðgerð voru á síðasta starfs­ári og fresta þurfi vegna kófs­ins. Þar er um að ræða Val­kyrj­una, Aiôn, eft­ir Önnu Þor­valds­dótt­ur og Ernu Ómars­dótt­ur í sam­starfi við Íslenska dans­flokk­inn og und­ir stjórn Önnu-Mariu Hels­ing sem nú er á dag­skrá 5. nóv­em­ber og loks Ný klass­ík sem fram fer um miðjan októ­ber. „Þar gefst ungst­irn­um í nýrri ís­lenskri tónlist tæki­færi til að stíga á svið með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands í fyrsta sinn,“ seg­ir Lára Sól­ey, en á tón­leik­un­um koma fram og flytja lög sín í nýj­um óraf­mögnuðum út­setn­ing­um fyr­ir sin­fón­íu­hljóm­sveit þau Auður, GDRN, Flóni, Bríet, Joey Christ, Logi Pedro, JóiPé og Króli, Cell7 og Reykja­vík­ur­dæt­ur und­ir stjórn Bjarna Frí­manns Bjarna­son­ar.

Harry Potter með und­ir­leik

„Af öðrum hápunkt­um má nefna kvik­mynda­tón­leik­ana okk­ar í mars á næsta ári þar sem kvik­mynd­in Harry Potter og visku­steinn­inn verður sýnd með lif­andi tón­listar­flutn­ingi hljóm­sveit­ar­inn­ar und­ir stjórn Timot­hy Henty,“ seg­ir Lára Sól­ey, en höf­und­ur tón­list­ar­inn­ar er John Williams.

„Loks verð ég að nefna að á aðventu­tón­leik­um okk­ar 3. des­em­ber stíg­ur breski söng­hóp­ur­inn The King's Sin­gers í fyrsta sinn á svið með hljóm­sveit­inni og flyt­ur meðal ann­ars vin­sæl­ar út­setn­ing­ar af jóla­plöt­um sín­um, en einnig nýj­ar út­setn­ing­ar bæði fyr­ir hóp­inn ein­an og með hljóm­sveit,“ seg­ir Lára Sól­ey, en stjórn­andi er Benjam­in Bayl.

Fjöldi ís­lenskra ein­leik­ara

Þegar litið er yfir nýkynnt starfs­ár SÍ vek­ur at­hygli hversu marg­ir ís­lensk­ir ein­leik­ar­ar munu koma fram í vet­ur, ekki síst ein­leik­ar­ar úr hljóm­sveit­inni. Aðspurð hvort þetta sé viðbragð við kóf­inu svar­ar Lára Sól­ey því neit­andi. „Við vor­um búin að skipu­leggja kom­andi starfs­ár áður en kófið brast á og því er það skemmti­leg til­vilj­un að við höfðum ráðgert að gefa fjölda ís­lenskra ein­leik­ara tæki­færi til að koma fram með hljóm­sveit­inni,“ seg­ir Lára Sól­ey, en meðal þeirra sem bregða sér í hlut­verk ein­leik­ara eru Dav­id Bo­broff bassa­bás­únu­leik­ari, Grím­ur Helga­son klar­in­ettu­leik­ari, Sigrún Eðvalds­dótt­ir fiðluleik­ari, Em­il­ía Rós Sig­fús­dótt­ir flautu­leik­ari og Una Svein­bjarn­ar­dótt­ir fiðluleik­ari sem frum­flytja mun nýj­an fiðlukonsert eft­ir Þuríði Jóns­dótt­ur í júní á næsta ári und­ir stjórn Daní­els Bjarna­son­ar.

Meðal er­lendra ein­leik­ara sem ráðgert er að komi fram með hljóm­sveit­inni í vet­ur eru pí­anó­leik­ar­inn Em­anu­el Ax sem flyt­ur Pí­anókonsert nr. 5 eft­ir Beet­ho­ven á sér­stök­um heiðurs­tón­leik­um fyr­ir Vla­dimir Ashkenazy í júní; pí­anó­leik­ar­inn Benjam­in Grosven­or sem flyt­ur Pí­anókonsert nr. 1 eft­ir Beet­ho­ven í nóv­em­ber og pí­anó­leik­ar­arn­ir Pier­re-Laurent Aim­ard og Tam­ara Stefanovich sem flytja verk fyr­ir eitt og tvö pí­anó eft­ir m.a. Béla Bar­tók, Oli­vier Messia­en og György Ligeti á tón­leik­um í mars und­ir stjórn Elim Chan.

Bíða með korta­söl­una

Miðað við nú­ver­andi sam­komutak­mark­an­ir mega ekki fleiri en 100 ein­stak­ling­ar koma sam­an hvort sem er í op­in­ber­um eða einka­rým­um, en í sum­ar fór há­markið upp í 500 manns. „Það hef­ur auðvitað heil­mik­il áhrif á rekst­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar að mega aðeins nýta hluta sal­ar­ins,“ seg­ir Lára Sól­ey og bend­ir á að hljóm­sveit­in hafi orðið fyr­ir al­gjöru sér­tekju­falli þegar kófið hófst síðasta vet­ur. „Sér­tekj­urn­ar okk­ar er það sem við erum að nota til fram­leiðslunn­ar á viðburðum meðan föstu fram­lög­in frá hinu op­in­bera standa straum af rekstr­ar­kostnaðinum. Af því leiðir að við þurf­um að huga vel að því hverj­ir mögu­leik­ar okk­ar eru og því skipt­ir okk­ur gríðarlegu miklu máli að við get­um við fyrsta tæki­færi komið tón­leika­hald­inu af stað,“ seg­ir Lára Sól­ey og bend­ir á að þótt nýtt starfs­ár hljóm­sveit­ar­inn­ar hafi nú verið kynnt á vef hljóm­sveit­ar­inn­ar, sin­fonia.is, þá verði fyr­ir­komu­lag korta- og miðasölu ekki kynnt nán­ar fyrr en aflétt­ing tak­mark­ana fari að skýr­ast og hægt verði að bjóða gest­um í sal­inn.

Mögu­leiki að sleppa hlé­inu

„Vegna sam­komutak­mark­ana get­um við ekki lofað sömu föstu áskrift­ar­sæt­um í vet­ur, en mun­um auðvitað tryggja sömu sæti þegar sam­komutak­mörk­un­um hef­ur verið aflétt,“ seg­ir Lára Sól­ey og tek­ur fram að það skipti hljóm­sveit­ina miklu máli að vera áfram í góðum tengsl­um við áskrif­end­ur sína, enda um dýr­mætt sam­band að ræða.

„Við erum með hátt á fjórða þúsund áskrif­enda sem þýðir að það eru um 800 áskrif­end­ur á flest­um áskrift­ar­tón­leik­um hljóm­sveit­ar­inn­ar. Það gef­ur augað leið að verði fjölda­tak­mörk­in aðeins hækkuð upp í 500 manns þá kæm­ust ekki all­ir áhorf­end­ur á eina tón­leika,“ seg­ir Lára Sól­ey og tek­ur fram að verið sé að hugsa í lausn­um hvað þetta varðar. „Við mun­um að sjálf­sögðu fara í einu og öllu eft­ir leiðbein­ing­um sótt­varna­yf­ir­valda í okk­ar starfi. Út frá sótt­varn­a­regl­um gæti verið æski­legt að sleppa hlé­inu á tón­leik­um. Við erum einnig að skoða hvort mögu­lega sé hægt að spila hverja tón­leik­ar oft­ar en einu sinni. Það mik­il­væg­asta í öllu þessu ferli er að við ger­um það sem við get­um inn­an þess ramma sem okk­ur er af­markaður,“ seg­ir Lára Sól­ey og bend­ir á að hljóm­sveit­in finni fyr­ir mik­illi eft­ir­vænt­ingu og eft­ir­spurn meðal al­menn­ings sem bíði eft­ir því að geta mætt aft­ur á tón­leika hjá sveit­inni.

Fast­ir liðir eins og venju­lega

Aðspurð seg­ir Lára Sól­ey að SÍ fylg­ist vel með þróun mála er­lend­is og til hvaða ráðstaf­ana sin­fón­íu­hljóm­sveit­ir er­lend­is grípi, en SÍ á aðild að stjórn fé­lags nor­rænna sin­fón­íu­hljóm­sveita og er í góðu sam­tali við stjórn breskra hljóm­sveita. „Í Dan­mörku hef­ur til dæm­is verið far­in sú leið að taka upp viku­lega skimun fyr­ir alla starfs­menn hljóm­sveita,“ seg­ir Lára Sól­ey og bend­ir á að all­ir starfs­menn SÍ hafi farið í skimun í síðustu viku sam­hliða því sem rýmk­un á fjar­lægðar­tak­mörk­un­um á æf­ing­um tók gildi. „En auðvitað er það svo að aðstæður eru ólík­ar í hverju landi fyr­ir sig og því er verið að gera hlut­ina með mis­mun­andi hætti í hinum ólíku lönd­um,“ seg­ir Lára Sól­ey og tek­ur fram að þrátt fyr­ir kófið séu all­ir fast­ir liðir eins og venju­lega á kom­andi starfs­ári. „Við mun­um þannig bjóða upp á tón­leika­kynn­ing­ar, skóla­tón­leika, barna­stund­ir og fjöl­skyldu­tón­leika. En auðvitað þurf­um við að bregðast við og skipu­leggja okk­ur eft­ir því sem aðstæður leyfa hverju sinni,“ seg­ir Lára Sól­ey að lok­um.

Viðtalið við Láru Sól­eyju birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu fimmtu­dag­inn 3. sept­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils