Ætlunin að svara stærri spurningum

Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.
Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1. Árni Sæberg

„Þetta er frasi frá Birgi Andrés­syni mynd­list­ar­manni. Hann sagði þetta gjarn­an þegar hann hafði út­skýrt flókna hluti á sinn ein­stæða hátt,“ seg­ir Þröst­ur Helga­son, dag­skrár­stjóri Rás­ar 1, um heiti á nýj­um þætti sín­um, „Svona er þetta“, sem fer í loftið kl. 9.05 á morg­un, sunnu­dag.

Í þætt­in­um er ætl­un­in að ræða við for­vitni­legt fólk, stjórn­mála­menn, fræðimenn, lista­menn og aðra, sem hafa sérþekk­ingu á til­tekn­um mál­um eða búa að áhuga­verðri reynslu.

„Hug­mynd­in er að fá viðmæl­and­ann hverju sinni til að segja hlust­end­um hvernig hlut­irn­ir eru en um leið fáum við að kynn­ast hon­um sjálf­um; hver hann er, hvaðan hann kem­ur og svo fram­veg­is,“ seg­ir Þröst­ur.

Þátt­ur Ævars Kjart­ans­son­ar, Sam­tal, var áður á dag­skrá á þess­um sama tíma og að sögn Þrast­ar er nýi þátt­ur­inn rök­rétt fram­hald af hon­um. Ævar lét sem kunn­ugt er af störf­um hjá Rás 1 um liðna helgi fyr­ir ald­urs sak­ir.

„Ævar var lengi með þátt á sunnu­dags­morgn­um þar sem hann fjallaði um allt mögu­legt og setti mál á dag­skrá með því að ræða við sér­fræðinga á hinum og þess­um sviðum. Oft­ar en ekki tengd­ist um­fjöll­un­in straum­um og stefn­um í sam­fé­lag­inu. Sögu­leg, trú­ar­leg og kirkju­leg mál­efni voru hon­um gjarn­an hug­leik­in, eins mennta­mál, menn­ing og ým­is­legt fleira. Okk­ur fannst ástæða til að halda áfram á svipaðri braut og bjóða upp á umræðu um hug­mynda­leg efni og sam­fé­lags­leg mál og freista þess að svara stærri spurn­ing­um.“

Inn­sýn í fólk og fyr­ir­bæri

– Ævar Kjart­ans­son er goðsögn í ís­lensku út­varpi. Hvernig leggst í þig að fara í hans stóru skó?

„Ég vona að ég lendi ekki í því að verða bor­inn sam­an við Ævar; það kæmi lík­lega ekki vel út fyr­ir nokk­urn mann,“ svar­ar Þröst­ur hlæj­andi. „Ég ætla bara að gera þetta á minn hátt og hlakka mikið til að byrja. Það er al­gjör draumastaða fyr­ir út­varps­mann að fá tæki­færi til að spjalla við fólk sem veit hvað það syng­ur og hef­ur kafað ofan í til­tekið efni. Það get­ur orðið mjög skemmti­legt, bæði fyr­ir mig og von­andi hlust­end­ur líka, að fá inn­sýn í fólk og fyr­ir­bæri. Þátt­ur­inn er tæp­lega klukku­stund­ar lang­ur, þannig að gott svig­rúm er til að kafa vel ofan í mál­in.“

Gest­ur Þrast­ar í fyrsta þætt­in­um í dag verður Ei­rík­ur Berg­mann stjórn­mála­fræðing­ur en hann gaf í sum­ar út bók­ina Neo-Nati­ona­lism: The Rise of Nati­vist Pop­ulism, sem fjall­ar um nýþjóðern­is­hyggju og po­púl­isma í alþjóðlegu sam­hengi.

„Þetta er mjög heit umræða og næg­ir í því sam­bandi að nefna þjóðarleiðtoga eins og Trump, Pútín og Er­dog­an,“ seg­ir Þröst­ur, „auk þess sem þessi þróun hef­ur átt sér stað í ára­tugi í ná­granna­lönd­um okk­ar, bæði Dan­mörku og einnig Svíþjóð á allra sein­ustu árum. Við Ei­rík­ur mun­um fara vítt og breitt yfir það svið en po­púl­ist­ar hafa verið að styrkja stöðu sína víða á und­an­förn­um árum og for­vitni­legt að velta fyr­ir sér hvaða áhrif það hef­ur á okk­ur.“

Nán­ar er rætt við Þröst í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir