Hinn 52 ára gamli Abraham Musonda komst í heimspressuna á dögunum þegar eiginkona hans beit í typpið á honum. Hin fertuga Mukupa Musonda reiddist þegar eiginmaður hennar fjarlægði ekki rottu úr herbergi þeirra að því er fram kemur á vef Mirror.
Mukupa Musonda var búin að vera úti að skemmta sér og drekka áfengi þegar atvikið átti sér stað í borginni Kitwe í Sambíu. Þegar hún sá rottuna nálægt rúminu sínu varð hún æf. Konan átti erfitt með svefn á meðan rottan hljóp um herbergið. Hún á að hafa skipað eiginmanni sínum að drepa rottuna en þegar hann varð ekki að ósk hennar fóru þau að rífast. Rifrildið endaði svo með því að konan beit í kynfæri manns síns sem þurfti að fara á spítala vegna atviksins.
Lögregla staðfesti atvikið við fjölmiðil í Sambíu og sagði hjónin vera skilin að borði og sæng en þau byggju en saman.