Kvikmyndir Vitrana kynntar

Úr Nótt konunganna, La nuit des rois.
Úr Nótt konunganna, La nuit des rois.

Átta kvik­mynd­ir keppa í Vitrana­flokki RIFF, Alþjóðlegr­ar kvik­mynda­hátíðar í Reykja­vík sem hefst 24. sept­em­ber. Vitran­ir eru aðal­keppn­is­flokk­ur hátíðar­inn­ar og í hon­um eru fram­sækn­ar kvik­mynd­ir eft­ir upp­renn­andi leik­stjóra sem tefla fram sinni fyrstu eða ann­arri mynd. Aðal­verðlaun hátíðar­inn­ar, Gullni lund­inn, eru veitt fyr­ir bestu mynd­ina í þess­um flokki og voru mynd­irn­ar átta sér­vald­ar  af dag­skrár­stjór­an­um Fré­déric Boyer. Um kvik­mynd­irn­ar átta seg­ir eft­ir­far­andi í til­kynn­ingu frá RIFF:

Einmana klett­ur/​Lonely Rock

Norður­landa­frum­sýn­ing á fyrstu kvik­mynd hins upp­renn­andi arg­entínska kvik­mynda­gerðar­manns Al­ej­andros Telémacos Tarrafs í fullri lengd. Mynd­in var frum­sýnd á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Rotter­dam fyrr á ár­inu. Í mynd­inni seg­ir frá lama­dýra­hirðinum Fidel sem býr uppi á arg­entínska há­lend­inu 4.000 metra yfir sjáv­ar­máli og ferðalagi hans til að verja lífsviður­væri sitt. Hrjóstugt lands­lagið og óhefðbund­ar tök­ur ramma inn þessa áhuga­verðu mynd.  

Úr Lonely Rock.
Úr Lonely Rock.

Nótt kon­ung­anna/​Nig­ht of The Kings

Nótt kon­ung­anna kem­ur beint af kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um, elstu og einni virt­ustu hátíð í heimi. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar Phil­ippe Lacote ólst upp í Abi­djan á Fíla­beins­strönd­inni þar sem mynd­in ger­ist en sögu­svið henn­ar er hið al­ræmda La Maca-fang­elsi þar sem fang­arn­ir ráða ríkj­um. Í Nótt kon­ung­anna seg­ir frá ung­um manni sem lend­ir í fang­els­inu og er út­hlutað hlut­verki sögu­manns. Sam­kvæmt regl­um í La Maca mun hann ekki geta flúið ör­lög sín en reyn­ir hvað hann get­ur með því að láta sög­una end­ast til morg­uns.

Skítap­leis/​Shit­hou­se

Hinn korn­ungi leik­stjóri Cooper Raiff frá Dallas, Texas, gerði sér lítið fyr­ir og skrifaði, leik­stýrði, klippti og lék í Skítap­leisi, sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Hér seg­ir af Alex, einmana fyrsta­ársnema í há­skóla sem dreym­ir um það eitt að flytj­ast nær fjöl­skyldu sinni. Hon­um hef­ur ekki tek­ist að fóta sig í há­skóla­líf­inu og hef­ur ein­angrað sig með öllu en eitt kvöldið ákveður hann að slá til og fara í partí í hið al­ræmda Skítap­leis há­skóla­svæðis­ins. Hann eyðir nótt­inni með Maggie, nem­enda­full­trúa heima­vist­ar­inn­ar, og verður hug­fang­inn af henni. Til­finn­ing­ar hans eru hins veg­ar ekki end­ur­goldn­ar og Alex leit­ar ör­vænt­ing­ar­fullra leiða til að ná at­hygli henn­ar.

Svig/​Slalom

Fyrsta mynd leik­stjór­ans Char­lé­ne Favier í fullri lengd kem­ur beint af kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es. Hér seg­ir af hinni 15 ára gömlu Lyz sem ný­lega hef­ur hlotið skóla­vist í eft­ir­sótt­um skíðaskóla með það fyr­ir aug­um að ger­ast at­vinnu­skíðakona. Þar mis­not­ar einn kenn­ar­anna vald sitt gagn­vart Lyz en mynd­in þykir gefa óvenju raun­sæja sýn á kyn­ferðis­legt of­beldi í keppnisíþrótt­um. Favier hef­ur fram­leitt bæði stutt­mynd­ir og heim­ilda­mynd­ir og var mynd henn­ar Odol Gorro til­efnd til Cés­ar-verðlaun­anna 2020 sem besta stutt­mynd­in.  

Veggspjald Slalom.
Vegg­spjald Slalom.

Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa/​This is not a burial, its a res­ur­recti­on

Mynd leik­stjór­ans Lemohangs Jerem­iahs Moseses, sem hlaut sér­stök dóm­nefnd­ar­verðlaun á Sund­ance-kvik­mynda­hátíðinni og kvik­mynda­hátíðinni í Port­land og aðal­verðlaun á Taipei-kvik­mynda­hátíðinni. Leik­stjór­inn er hand­rits­höf­und­ur, leik­stjóri og listamaður frá Lesótó sem bú­sett­ur er í Berlín. Í mynd­inni seg­ir af átt­ræðu ekkj­unni Mantoa sem fer að und­ir­búa eig­in dauðdaga eft­ir að hún miss­ir eina eft­ir­lif­andi son sinn í námu­slysi. Áform henn­ar um friðsæl ævilok fara hins veg­ar á ann­an veg þegar hún kemst að því að byggja eigi uppistöðulón í þorp­inu, sem mun setja kirkju­g­arðinn á flot. Í kjöl­far þess fær Mantoa bæj­ar­búa með sér í lið til að berj­ast gegn fram­kvæmd­um og síðustu ævi­dag­arn­ir verða eft­ir­minni­legri en hún hafði gert sér í hug­ar­lund. 

Úr kvikmyndinni This is not a Burial.
Úr kvik­mynd­inni This is not a Burial.

Hold og blóð/​Wild­land 

Danska mynd­in Hold og blóð er í leik­stjórn Jea­nette Nor­dahl sem hef­ur skotið upp á stjörnu­him­in­inn síðastliðin ár en hún var m.a. var aðstoðarleik­stjóri hinn­ar marg­verðlaunuðu sjón­varps­seríu Bor­gen. Útskrift­ar­mynd henn­ar Wait­ing for Phil var til­nefnd til Dönsku kvik­mynda­verðlaun­anna sem besta stutt­mynd­in árið 2013. Hold og blóð er henn­ar fyrsta kvik­mynd í fullri lengd. Wild­land er fyrsta mynd Jea­nette í fullri lengd þar sem áhorf­and­inn er lát­inn kljást við þá áleitnu spurn­ingu hverju hann sé til­bú­inn að fórna fyr­ir fjöl­skyldu sína.

Úr dönsku kvikmyndinni Kød & blod eða Hold og blóð …
Úr dönsku kvik­mynd­inni Kød & blod eða Hold og blóð í ís­lenskri þýðingu.

Síðustu vor­dag­arn­ir/​Last Days of Spring

Kvik­mynd­ir leik­stjór­ans Isa­bel Lamberti eru á mörk­um heim­ilda­mynda og leik­inna mynda. Nýj­asta kvik­mynd henn­ar, Síðustu vor­dag­arn­ir, verður frum­sýnd á San Sebastian-kvik­mynda­hátíðinni á Spáni sem er afar virt hátíð um miðjan sept­em­ber. Í mynd­inni er sögð saga fjöl­skyldu sem býr í hinu ólög­lega La Cañada Real í Madríd og lif­ir lífi sínu í biðstöðu. Í mynd­inni er teflt sam­an raun­veru­legu um­hverfi og fólki í anda heim­ilda­mynda en tvinnað sam­an söguþræði sem ekki á sér stoð í raun­veru­leik­an­um.

200 Metres/​200 metr­ar

Beina leið frá heims­frum­sýn­ingu á Fen­eyja­hátíðínni, elstu og einni virt­ustu hátíð í heimi, mun RIFF sýna kvik­mynd palestínska hand­rits­höf­und­ar­ins og leik­stjór­ans Ameens Na­y­fehs 200 metr­ar. Í mynd­inni seg­ir frá átak­an­legu ferðlagi hins palestínska Mu­stafa, sem býr á vinstri bakk­an­um, við að sam­ein­ast syni sín­um sem ligg­ur á sjúkra­húsi á hægri bakk­an­um. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 km þrauta­göngu þar sem smygl­ar­ar og aðrir vafa­sam­ir ferðalang­ar verða á vegi föður­ins. Snilld­ar­verk sem beðið hef­ur verið eft­ir.

RIFF verður sett í 17. sinn hinn 24. sept­em­ber og verða kvik­mynd­irn­ar sýnd­ar á vefn­um riff.is þar sem hægt verður að kaupa sér miða og all­ir lands­menn eiga því að geta notið hátíðardag­skrár­inn­ar sem og aðrir sem ekki eiga heiman­gengt, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son