Fyrirsætan Kaia Gerber fagnaði 19 ára afmæli sínu á fimmtudaginn síðastliðinn með því að birta mynd af sér þar sem mikið sést í bert hold. Gerber er þó ekki kviknakin heldur er hún í háum leðurstígvélunum.
Ljósmyndin er úr myndatöku hennar fyrir forsíðuviðtal Vogue í Japan. Í tímaritinu sat hún meðal annars fyrir ber að ofan í aðeins lífstykki frá Saint Laurent og í stígvélunum góðu.
Gerber er dóttir fyrirsætunnar Cindy Crawford og hefur greinilega erft hennar góðu gen.