Ráðlagt að sofa ekki í sama rúmi

Robin Williams og eiginkona hans Susan Schneider Williams.
Robin Williams og eiginkona hans Susan Schneider Williams. mbl.is/Cover Media

Í ágúst voru sex ár liðin síðan leikarinn Robin Williams svipti sig lífi. Ekkja Williams, Susan Schneider Williams, leitaði svara eftir lát eiginmanns síns og kom í ljós að hann þjáðist af Lewy body-heilabilun. Ný heimildarmynd, Robin's Whish, fjallar um glímu Williams við sjúkdóminn.

Schneider Williams segir í viðtali vegna heimildarmyndarinnar í sjónvarpsþættinum Today að þau hjónin hafi vitað að það væri eitthvað miklu meira að en bara parkinsonsjúkdómurinn. „Mig langar bara láta endurræsa í mér heilann,“ tjáði leikarinn eiginkonu sinni meðan hann var enn á lífi. Frá og með þeirri stundu ákvað hún að leita svara. Hún vissi þó ekki þá að svörin bærust eftir lát hans. 

Leik­ar­inn hafði ný­lega verið greind­ur með park­in­sonsjúk­dóm þegar hann lést, en hon­um hafði verið tjáð að hann ætti hugs­an­lega 10 góð ár eft­ir. Líðan hans tók þó fljót­lega að versna, en hann þjáðist af mikl­um kvíða, svefn­leysi og ýms­um lík­am­leg­um kvill­um. 

Vegna svefnleysis Williams ráðlagði læknir þeim að sofa ekki í sama rúmi svo leikarinn gæti sofið betur. „Þýðir þetta að við erum skilin?“ sagði Williams þá við eiginkonu sína. Ekkja Williams varð fyrir miklu áfalli og lýsir upplifuninni sem afar erfiðri þegar hún áttaði sig á hversu mikið var að. 

Gamanleikarinn vinsæli Robin Williams.
Gamanleikarinn vinsæli Robin Williams. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup