Ráðlagt að sofa ekki í sama rúmi

Robin Williams og eiginkona hans Susan Schneider Williams.
Robin Williams og eiginkona hans Susan Schneider Williams. mbl.is/Cover Media

Í ág­úst voru sex ár liðin síðan leik­ar­inn Robin Williams svipti sig lífi. Ekkja Williams, Sus­an Schnei­der Williams, leitaði svara eft­ir lát eig­in­manns síns og kom í ljós að hann þjáðist af Lewy body-heila­bil­un. Ný heim­ild­ar­mynd, Robin's Whish, fjall­ar um glímu Williams við sjúk­dóm­inn.

Schnei­der Williams seg­ir í viðtali vegna heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar í sjón­varpsþætt­in­um Today að þau hjón­in hafi vitað að það væri eitt­hvað miklu meira að en bara park­in­son­sjúk­dóm­ur­inn. „Mig lang­ar bara láta end­ur­ræsa í mér heil­ann,“ tjáði leik­ar­inn eig­in­konu sinni meðan hann var enn á lífi. Frá og með þeirri stundu ákvað hún að leita svara. Hún vissi þó ekki þá að svör­in bær­ust eft­ir lát hans. 

Leik­ar­inn hafði ný­lega verið greind­ur með park­in­son­sjúk­dóm þegar hann lést, en hon­um hafði verið tjáð að hann ætti hugs­an­lega 10 góð ár eft­ir. Líðan hans tók þó fljót­lega að versna, en hann þjáðist af mikl­um kvíða, svefn­leysi og ýms­um lík­am­leg­um kvill­um. 

Vegna svefn­leys­is Williams ráðlagði lækn­ir þeim að sofa ekki í sama rúmi svo leik­ar­inn gæti sofið bet­ur. „Þýðir þetta að við erum skil­in?“ sagði Williams þá við eig­in­konu sína. Ekkja Williams varð fyr­ir miklu áfalli og lýs­ir upp­lif­un­inni sem afar erfiðri þegar hún áttaði sig á hversu mikið var að. 

Gamanleikarinn vinsæli Robin Williams.
Gam­an­leik­ar­inn vin­sæli Robin Williams. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell