YouTube-stjarnan og áhrifavaldurinn Ethan Peters, betur þekktur sem Ethan is Supreme er látinn 17 ára að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur var Peters vel þekktur á samfélagsmiðlum en hann fjallaði einna helst um snyrtivörur.
Dánarorsök hans er ókunn að svo stöddu.
Peters hóf feril sinn á YouTube þann 24. apríl 2017. Aðeins tveimur árum seinna var hann komin með 500 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 140 þúsund manns voru áskrifendur að YouTube-rás hans.
Áður en hann fór yfir í snyrtivöruheiminn þá hélt hann úti grínaðgangnum Betch þar sem hann birti meme-myndir. Þar var hann með 1,3 milljónir fylgjenda. Hann seldi aðganginn þegar hann var aðeins 13 ára gamall fyrir 25 þúsund Bandaríkjadali.