Aukinn áhugi að utan

Hljómsveitin Suð var að senda frá sér smáskífu á ensku.
Hljómsveitin Suð var að senda frá sér smáskífu á ensku. Ljósmynd/Aðsend

Hljóm­sveit­in Suð gaf út í vik­unni smá­skíf­una Shak­in + End­less Sum­mer. Lög­in eru fyrstu lög sveit­ar­inn­ar á ensku og eru meðal ann­ars til­kom­in vegna auk­ins áhuga að utan. Á nýju breiðskíf­unni, Vesen, sem kom út fyrr í sum­ar var eitt lag á ensku, Shak­in, sem fékk óvænt tals­verða at­hygli á streym­isveit­um.

Á smá­skíf­unni er sem fyrr seg­ir lagið Shak­in ásamt nýju lagi sem einnig er á ensku, End­less Sum­mer. Nýja lagið er pönk­skotið indírokk að hætti Suðara. Hljóm­sveit­in hef­ur hingað til ein­beitt sér að lög­um á ís­lensku en að sögn hljóm­sveit­ar­inn­ar er ekki ólík­legt að eitt og eitt lag á ensku fái að læðast með. 

„Það var eig­in­lega óvart að Shak­in endaði á plöt­unni með ensk­um texta en okk­ur þótti lagið ein­fald­lega hljóma bet­ur með upp­runa­leg­um texta sem var sam­inn á ensku eins og svo oft þegar við semj­um. Vana­lega semj­um við svo ís­lenska texta við öll lög­in og það geng­ur oft­ast upp en ekki í þessu til­felli; lagið gekk ein­fald­lega bet­ur upp á ensku. Það kom svo skemmti­lega á óvart þegar lagið fór að birt­ast á lagalist­um hér og þar í sum­ar og Spotify setti það á helgar­lagalista hjá sér. Við ákváðum því að svara kall­inu og láta eitt nýtt óút­gefið lag á ensku fylgja með smá­skíf­unni til að gera hana aðeins bita­stæðari. Hver veit, kannski verða þau fleiri ef okk­ur finnst það passa,“ seg­ir Helgi Bene­dikts­son, gít­ar­leik­ari og söngv­ari sveit­ar­inn­ar.

Suð stefn­ir á að fylgja plöt­unni Vesen eft­ir með til­heyr­andi spila­mennsku en tak­mark­an­ir vegna kór­ónu­veirunn­ar settu tón­leika í upp­nám. Hljóm­sveit­in von­ast til þess að til betri tíðar horfi með lækk­andi sól.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell