Brjóstgóður Jesús á götum borgarinnar

Jesús Kristur býður gesti velkomna um borð.
Jesús Kristur býður gesti velkomna um borð. Ljósmynd/Strætó

Á göt­um borg­ar­inn­ar keyr­ir nú stræt­is­vagn skreytt­ur með aug­lýs­ingu frá Kirkj­unni. Á vagn­in­um má finna mynd af Jesú Kristi með farða og brjóst. Aug­lýs­ing­in er hluti af aug­lýs­inga­her­ferð Kirkj­unn­ar fyr­ir starf sunnu­daga­skól­ans. 

Mynd­ir aug­lýs­inga­her­ferðar­inn­ar hafa vakið at­hygli en fyr­ir helgi upp­færði Kirkj­an forsíðumynd­ina sína á Face­book þar sem sjá mátti Jesú í þess­um bún­ingi.

„Við erum afar ánægð um út­kom­una. Strætó­inn er fal­lega myndskreytt­ur með mynd­máli sem minn­ir okk­ur á um­hverf­is­vernd, kær­leika, fjöl­breyti­leika og mann­v­irðingu. Um miðjan vagn­inn má finna þenn­an texta úr 1. Jó­hann­es­ar­bréfi: „Þið elskuðu, elsk­um hvert annað því að kær­leik­ur­inn er frá Guði kom­inn og hver sem elsk­ar er barn Guðs og þekk­ir Guð.“ Það má segja að þessi ritn­ing­ar­texti sé þema mynd­máls­ins. Svo geng­ur maður inn um gullna hliðið að aft­an, þar sem stend­ur yfir hliðinu „Kær­leik­ur­inn fell­ur aldrei úr gildi“ og svo inn í fal­lega kirkju um miðjan vagn­inn,“ sagði Pét­ur G. Mark­an, sam­skipta­stjóri Kirkj­unn­ar, í sam­tali við mbl.is í dag. 

„Á næstu dög­um mun Kirkj­an síðan setja upp síðu á kirkj­an.is þar sem við bjóðum öll­um að senda inn mynd eða texta þar sem viðkom­andi get­ur túlkað sinn Krist. Mynd­irn­ar og texta­smíðin munu síðan birt­ast á miðlum kirkj­unn­ar.“

Ljós­mynd/​Strætó
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell