Harry og Meghan borga skuldir sínar

Harry og Meghan skulda breskum skattgreiðendum ekki lengur.
Harry og Meghan skulda breskum skattgreiðendum ekki lengur. AFP

Harry Bretaprins og Meg­h­an her­togaynja af Sus­sex hafa greitt til baka það sem þau skulduðu bresku krún­unni fyr­ir end­ur­bæt­ur á heim­ili þeirra í Bretlandi, Frog­more Cotta­ge.

Í til­kynn­ingu í gær, mánu­dag, sögðu Harry og Meg­h­an að þau væru búin að greiða skuld­ir sín­ar að fullu. End­ur­bæt­urn­ar á hús­inu kostuðu um 2,4 millj­ón­ir punda og voru greidd­ar með hinum svo­kallaða þjóðhöfðingj­a­styrk sem bresk­ir skatt­greiðend­ur borga í.

Enn frem­ur kom fram í til­kynn­ing­unni að hjón­in hefðu ekki bara greitt skuld­ir sín­ar held­ur einnig gefið fram­lag í sjóðinn.

Frog­more Cotta­ge mun enn verða heim­ili Harry og Meg­h­an þegar þau koma til Bret­lands.

Í síðustu viku var til­kynnt að Harry og Meg­h­an hefðu gert samn­ing við Net­flix um fram­leiðslu ým­iss kon­ar efn­is.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell