Kallaðar skækjur og hórur

Nadía Sif Lín­dal og Lára Clausen, stúlk­urn­ar tvær sem heim­sóttu ensku landsliðsmenn­ina Phil Fod­en og Ma­son Greenwood á hót­el þar sem enska liðið dvaldi um helg­ina, hafa fengið að finna fyr­ir því á sam­fé­lags­miðlum síðastliðinn sól­ar­hring­inn. Hafa þær verið kallaðar öll­um ill­um nöfn­um og at­huga­semda­kerfið á in­sta­gramsíðum þeirra fyllst af at­huga­semd­um frá er­lend­um aðilum.

Nadíu og Láru hef­ur verið kennt um brottrekst­ur þeirra Fod­ens og Greenwoods úr landsliðinu og þær verið kallaðar skækj­ur, hór­ur og hjóna­djöfl­ar. Fod­en á kær­ustu og sam­an eiga þau son.

Um tíma hrönnuðust inn fylgj­end­ur á in­sta­gramsíður þeirra beggja og í dag hef­ur fylgj­enda­hóp­ur Nadíu tvö­fald­ast á sam­fé­lags­miðlin­um. 

Til vinstri má skjá skjáskot af athugasemdakerfinu við Instagram-mynd Nadíu …
Til vinstri má skjá skjá­skot af at­huga­semda­kerf­inu við In­sta­gram-mynd Nadíu Sifjar seinni part­inn í gær. Til hægri má skjá skjá­skot af at­huga­semd­um við In­sta­gram-mynd Láru í morg­un. Sam­sett mynd

Fjallað hef­ur verið um þær í bresk­um fjöl­miðlum og á vef­miðli The Sun má meðal ann­ars finna grein um Nadíu og hver hún er. 

Marg­ir hafa komið kon­un­um til varn­ar á sam­fé­lags­miðlum og bent á að ósann­gjarnt sé að skella skuld­inni á þær tvær. Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bend­ir á að það hafi vissu­lega verið heimsku­legt af þeim með til­liti til sótt­varna. 

„Tvær ung­ar kon­ur (ekki op­in­ber­ar per­són­ur) hitta tvo fót­bolta­menn á sama aldri. Þetta var vissu­lega heimsku­legt, vegna reglna um sótt­varn­ir, en get­um við verið sam­mála um það að það sé al­gjör óþarfi að fara ham­förum á sam­fé­lags­miðlum með slík­um hroða að það mun aug­ljós­lega valda þess­um ungu kon­um nokkr­um skaða? Rétt upp hönd þið sem aldrei hafið gert neitt heimsku­legt. Rétt upp hönd þið sem þakkið fyr­ir það á hverj­um degi að sam­fé­lags­miðlar voru ekki til þegar þið voruð á aldr­in­um 15-25. Eig­um við kannski að gefa þeim smá séns?“ skrif­ar Helga Vala á Face­book

Þórey Vil­hjálms­dótt­ir Proppé ráðgjafi tek­ur und­ir með Helgu Völu í færslu sinni á Face­book.

Tón­list­ar­kon­an Elísa­bet Orms­lev tek­ur einnig upp hansk­ann fyr­ir Nadíu og Láru og seg­ir þetta vissu­lega hafa verið dómgreind­ar­leysi hjá stelp­un­um en að hún skuli kaupa kippu af bjór handa þeim sem gerðu ekki mis­tök og skitu upp á bak ein­hvern tím­ann fyr­ir eða um tví­tugt. 

Skjáskot af færslu CorvusCorax síðan í gær.
Skjá­skot af færslu Cor­vusCorax síðan í gær. Skjá­skot/​Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell