Nadía Sif er komin með nóg

Nadía Sif er komin með upp í kok af athugasemdum …
Nadía Sif er komin með upp í kok af athugasemdum um sig og vinkonu sína Láru Clausen. ljósmynd/aðsend

Nadía Sif Lín­dal Gunn­ars­dótt­ir, önn­ur kvenn­anna sem heim­sóttu ensku landsliðsmenn­ina Phil Fod­en og Ma­son Greenwood á Hót­el Sögu um helg­ina, seg­ist vera kom­in með upp í kok af því hvernig sé talað um hana og Láru Clausen í at­huga­semda­kerf­um. 

Í færslu á Face­book seg­ir Nadía að þess­ar at­huga­semd­ir séu virki­lega ógeðsleg­ar. „Virki­lega fal­legt hvernig full­orðið fólk tal­ar um 20 og 19 ára gaml­ar stelp­ur. Við ger­um okk­ur fulla grein fyr­ir öllu og tek það aft­ur fram, nei, við viss­um ekki að þeir væru í sótt­kví og er ekki nóg að hafa ligg­ur við allt Bret­land að kenna okk­ur um þetta allt og hrauna yfir okk­ur?

Að halda fram vændi og fleira með 20 og 19 ára gaml­ar stelp­ur er langt frá því að vera í lagi og hvað þá að koma frá fólki sem á börn og barna­börn. Við höf­um ekk­ert sagt nema að við vor­um að hanga sam­an og spjalla. Virki­lega ógeðslegt. Er kom­in með upp í kok, þurfti að segja ein­hvað.“
Með færsl­unni birti Nadía skjá­skot af at­huga­semd­um úr at­huga­semda­kerf­um ís­lenskra fjöl­miðla þar sem þær eru kallaðar hálf­vit­ar og at­hygl­is­sjúk­ar.
Breski slúðurmiðill­inn The Sun hef­ur einnig fjallað um málið enda snert­ir það landsliðsmenn Eng­lands. Á The Sun í dag er að finna grein um Nadíu und­ir fyr­ir­sögn­inni „BREAK THE ICE: Who is Icelandic model Nadia Sif Lin­dal Gunn­ars­dott­ir?“ eða „Ísbrjót­ur­inn: Hver er ís­lenska fyr­ir­sæt­an Nadía Sif Gunn­ars­dótt­ir?“
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell