„Ég get alltaf fundið mér aðra konu“

Donald og Melania Trump.
Donald og Melania Trump. AFP

Michael Cohen, fyrr­ver­andi einkalög­fræðing­ur Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, heldur því fram í nýrri bók sinni að forsetinn hafi ekki kippt sér mikið upp við þá hugmynd að Melania Trump færi frá honum. 

Cohen heldur því fram að Trump hafi verið sama um viðbrögð Melaniu við meintu framhjáhaldi hans. Segir hann að Trump hafi litið á hjónabandið eins og hvern annan viðskiptasamning. 

„Ég get alltaf fundið mér aðra konu. Það er ekkert vandamál fyrir mig, ef hún vill fara þá er það svoleiðis,“ skrifar Cohen í bókinni að því fram kemur á vef Daily Mail.

Hjónaband Melaniu og Donalds Trumps er mörgum hulin ráðgata og hafa ýmsar sögur varðandi það farið á kreik. Það vakti athygli þegar Melania ákvað að flytja ekki strax í Hvíta húsið með manni sínum og hafa þau verið sögð sofa hvort í sínu herberginu. 

Fleira kemur í ljós um forsetann í bókinni. Er Trump meðal annars sagður hafa notað dóttur sína Ivönku Trump til þess að trufla einbeitingu karlmanna á viðskiptafundum.

Trump-hjónin geisla ekki alltaf af ást.
Trump-hjónin geisla ekki alltaf af ást. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir