Grunnskólastelpur filma

Stelpur úr 8. og 9. bekk í grunnskólum Reykjavíkur hafa nú í vikunni sótt námskeiðið Stelpur filma! í Norræna húsinu og notið þar handleiðslu fagfólks í kvikmyndageiranum og lært nokkur undirstöðuatriði kvikmyndagerðar.

Námskeiðið er haldið af RIFF í samvinnu við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Mixtúru.

Margir reyndustu handritshöfundar og kvikmyndagerðarmenn landsins leiðbeina stelpunum og er verkefnið liður í að rétta af kynjahallann sem ríkir í kvikmyndagerð á Íslandi, eins og segir í tilkynningu. Margir samverkandi þættir gera það að verkum að stelpur eru ólíklegri til þess að prófa sig áfram í greininni og láta rödd sína heyrast, segir þar, og með námskeiðinu er ætlunin að stelpur fá næði til að þroska sína hæfileika. Meðal kennara á námskeiðinu eru Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur, Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og leikstjóri, Valdís Óskarsdóttir klippari, Erla Stefánsdóttir kvikmyndagerðarkona, Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi, og Margrét Jónasar framleiðandi.

Ljósmyndari Morgunblaðsins leit við í Norræna húsinu í gær og myndaði glaðbeittar stúlkur og kennara.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir