Íslensk-palestínsk kvikmynd á RIFF

Úr kvikmyndinni Á milli himins og jarðar.
Úr kvikmyndinni Á milli himins og jarðar.

Evr­ópu­frum­sýn­ing verður á kvik­mynd­inni Á milli him­ins og jarðar eða Between Hea­ven and Earth á ensku, á Alþjóðlegri kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík, RIFF, sem hefst 24. sept­em­ber. Mynd­in er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna 2020 sem ís­lensk mynd en hún var fram­leidd í sam­starfi hins ís­lenska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is Oktober Producti­ons og palestínska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Ustura Films, skv. til­kynn­ingu frá RIFF. Mynd­in var unn­in í sam­starfi tök­uliðs frá Íslandi, Palestínu og Lúx­em­borg og fóru tök­ur fram á Vest­ur­bakk­an­um, í Ísra­el og á her­náms­svæðunum í Palestínu.

„Við höf­um unnið í ára­tug með palestínsku kvik­mynda­gerðar­kon­unnni Najwa Najj­ar og er þetta þriðja kvik­mynd­in sem við fram­leiðum í sam­starfi við hana. Mynd­ir henn­ar fjalla oft­ast um venju­legt fólk í óvenju­legu ástandi. Undir­ald­an er sterk og und­ir niðri krauma sterk­ar til­finn­ing­ar sem eru þó ekki látn­ar ráða för eða neinu ýtt að áhorf­and­um um of,“ er haft eft­ir Fahad Fali Jabali, kvik­mynda­fram­leiðanda og eig­anda Oktober Producti­ons, en Najj­ar hef­ur hlotið fjölda viður­kenn­inga og verðlauna fyr­ir mynd­ir sín­ar.

Á milli him­ins og jarðar er ástar­saga um skilnað þar sem áhorf­and­inn fær tæki­færi til að fara í bíltúr um Palestínu og Ísra­el, seg­ir í til­kynn­ing­unni. Hjón­in í mynd­inni gáfu hvort öðru brúðkaups­ferð til Ísra­els til að hitta fjöl­skyldu manns­ins en það hef­ur tekið fimm ár að fá ferðal­eyfi og nota þau tæki­færið til að skilja. „Ferðalag hjón­anna veit­ir okk­ur inn­sýn í hinar ýmsu hliðar þessa sam­fé­lags sem er rifið og tætt af árþúsunda­göml­um skær­um og stríði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Mynd­in verður sýnd í Bíó Para­dís og á vefn­um riff.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell