Huldumaður Holmes var trúlofaður

Leikkonan Katie Holmes er kominn með nýjan kærasta.
Leikkonan Katie Holmes er kominn með nýjan kærasta. AFP

Leik­kon­an Katie Hol­mes sást á stefnu­móti með huldu­manni í síðustu viku. Í ljós kom að nýi kærast­inn heit­ir Em­ilio Vitolo og er kokk­ur. Vitolo þessi á að hafa verið trú­lofaður þegar fyrstu mynd­irn­ar af þeim Hol­mes birt­ust. 

Vitolo sem er 33 ára er sagður hafa verið trú­lofaður hinni 24 ára gömlu Rachel Emmons. Parið á að hafa búið sam­an auk þess að eiga hvolp sam­an.

„Þangað til þetta kom í fjöl­miðla hafði Rachel enga hug­mynd um hvað var í gangi. Hann held­ur fram hjá og það er ekki saga sem end­ar vel,“ sagði ónefnd­ur vin­ur Emmons við Daily Mail

Emmons, sem hef­ur verið dug­leg að birta mynd­ir af sér og Vitolo á In­sta­gram, er hönnuður og var búin að vera með kokk­in­um í meira en tvö ár. Þau til­kynntu trú­lof­un sína á In­sta­gram í fyrra. Að sögn ónefnda vin­ar­ins hélt Emmons að hún væri að fara gift­ast Vitolo þangað til hann sagði henni upp í texta­skila­boðum sama dag og mynd­irn­ar birt­ust. 

Hol­mes og Vitolo voru fyrst mynduð sam­an á veit­ingastaðnum Peas­ant í New York í síðustu viku. Stuttu seinna birt­ust mynd­ir af þeim kyss­ast og var sam­bandið þar með staðfest. 

Katie Holmes.
Katie Hol­mes. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell