Lára opnar sig um kvöldið með Foden

Lára Clausen.
Lára Clausen. Ljósmynd/Facebook

Lára Clausen, önn­ur tveggja ís­lenskra kvenna sem heim­sóttu ensku landsliðsmenn­ina Phil Fod­en og Ma­son Greenwood á Hótel Sögu um síðustu helgi, segir í viðtali við Daily Mail að hún hafi sofið hjá Foden. 

Lára segir í viðtalinu að þær Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir hafi heimsótt landsliðsmennina á hótelið aðfaranótt sunnudags. Nadía hafi bókað herbergi á 7. hæð hótelsins og hún hafi skutlað Nadíu á hótelið. Þegar hún var að keyra heim hafi Nadía hringt í hana og sagt henni að leikmaður að nafni Phil hefði spurt hvort hún ætti vinkonu handa honum. 

„Ég spurði hana í símann hver þessi gaur væri og hann varð móðgaður að ég þekkti hann ekki. Ég fékk nafnið hjá honum og skoðaði hvernig hann leit út á Instagram. Síðan sagðist ég vera til í að koma aftur á hótelið,“ sagði Lára. 

Hún segist hafa stoppað á leiðinni að kaupa nammi handa Nadíu og leikmönnunum tveimur. Nadía lagði pening inn á hana fyrir namminu. 

„Ég kom á hótelið og það var allt hljótt þar. Þetta var flott hótel, ég var heilluð af því. Ég bókaði herbergi og borgaði fyrir það. Það kostaði tíu þúsund krónur,“ sagði Lára og bætti við að Foden hefði sagst ætla að borga henni til baka fyrir það en það hefði hann ekki gert. 

„Ég fékk herbergi númer 700 á sjöundu hæð og Nadía var í herbergi númer 702. Strákarnir voru á þriðju hæð. Ég setti dótið mitt í herbergið og fór yfir til Nadíu. Strákarnir voru ekki komnir þangað en svo komu þeir þegar ég var á klósettinu,“ sagði Lára

Mason Greenwood og Phil Foden.
Mason Greenwood og Phil Foden. AFP

Greenwood laug til um aldur sinn

Hún segir að þau hafi spjallað í um hálftíma í herbergi Nadíu og þær hafi sagt þeim að þær vissu ekkert um fótbolta og vissu ekkert hverjir þeir væru. 

„Þeim fannst það fyndið. Mason laug til um aldur sinn. Hann sagðist vera 20 ára en hann er bara 18 ára. Ég held hann hafi verið stressaður. Ekkert okkar var að drekka áfengi, við vorum bara að borða nammi.

Síðan bað Phil mig að koma yfir í herbergið mitt, bara við tvö. Ég sagði já. Hann setti einhverja grínþætti á í sjónvarpinu, ég veit ekki hvaða þætti,“ sagði Lára. 

Hún segir að sér hafi fundist hann frekar venjulegur og ekki eins og hann væri frægur. „Hann sagði mér ekkert um sitt persónulega líf og klárlega ekki neitt um barnið eða kærustuna,“ sagði Lára. 

„Ég sagði honum að Nadía væri örugglega stærri en hann. Síðan kyssti hann mig bara. Hann svaraði engu held ég. Ég kyssti hann til baka. Það var gott að kyssa hann,“ sagði Lára. Að sögn hennar stunduðu þau svo kynlíf. 

Eftir kynlífið komu Greenwood og Nadía inn til þeirra. „Við skemmtum okkur mikið. Mason talaði um hvað ég væri með flottan rass. Mér fannst það allt í lagi. Ég var alveg klædd. Hann var að segja Phil það. Ég sagði þeim að ég heyrði í þeim og þeir sögðu að það væri allt í lagi,“ sagði Lára. 

Um klukkan þrjú um nóttina fóru þau yfir í herbergið sem Nadía hafði bókað. Lára segir að Greenwood hafi verið þreyttur en Foden hafi verið í fullu fjöri. 

„Mason sagði Phil að kveðja mig. Phil sagðist hafa skemmt sér vel með mér, kyssti mig og fór út. Þegar hann var að labba í burtu kallaði hann á mig að senda sér skilaboð og ég sagði ókei,“ segir Lára. Eftir það bætti hann henni við á vinalistann á Snapchat. 

Lára og Nadía fóru svo að sofa í sama herberginu. Þremur tímum seinna vöknuðu þær við öryggisverði liðsins að leita að leikmönnunum tveimur. 

„Þeir kveiktu öll ljós og leituðu á baðherberginu og í skápunum og allt. Við vorum frekar reiðar því við vorum bara á þessu hóteli eins og hverjir aðrir gestir. Við sögðum þeim að þeir hefðu engan rétt á að koma inn á herbergið okkar,“ segir Lára. 

Lára segir svo að þær hafi farið aftur að sofa og hún hafi vaknað við símtal frá íslenskum blaðamanni sem sagði henni að hann væri að fara birta myndböndin hennar á netinu. 

Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum en Foden og Greenwood misstu sæti sitt í enska landsliðshópnum í kjölfarið. Hún segist hafa haft samband við Foden þegar hún heyrði fréttirnar en hann hafi verið mjög reiður við hana. 

„Hann sagði: „Af hverju þurftir þú að gera þetta? Af hverju þurftir þú að taka myndir?“ Ég reyndi að útskýra fyrir honum en hann sagðist ekki hafa tíma fyrir þetta. Það var í síðasta skipti sem ég heyrði frá honum,“ segir Lára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson