Paris stendur með Britney

Paris Hilton stendur með vinkonu sinni Britney Spears.
Paris Hilton stendur með vinkonu sinni Britney Spears. Samsett mynd

Hót­elerf­ing­inn Par­is Hilt­on seg­ist skilja vel hvernig tón­list­ar­kon­unni Brit­ney Spe­ars líður um þess­ar mund­ir og að hún standi með henni. Lögráðamanns­mál Spe­ars hef­ur verið í fjöl­miðlum síðustu vik­ur. 

Hilt­on sagði í viðtali við Andy Cohen í vik­unni að hún hefði hitt hana í sum­ar og þær hefðu farið út að borða sam­an. „Ég bara elska hana svo mikið. Mér finnst að ef þú ert orðinn full­orðinn þá eig­irðu að fá að lifa lífi þínu og ekki vera und­ir stjórn annarr­ar mann­eskju,“ sagði Hilt­on. 

„Ég held ég tengi svona við þetta því mér var stjórnað svo mikið, þannig að ég skil hvernig henni líður og gæti ekki hugsað mér að vera enn í þess­ari stöðu. Eft­ir að hafa unnið allt þitt líf og lagt hart að sér er hún stór­stjarna, og mér líður bara eins og hún hafi enga stjórn yfir lífi sínu og það finnst mér ekki sann­gjarnt,“ sagði Hilt­on. 

Cohen spurði Hilt­on hvort hún væri búin að ræða lögráðamanns­málið við Spe­ars en hún sagðist ekki hafa gert það. 

„Nei ég vil ekki tala um hluti eins og það. Hún er svo in­dæl, sak­laus og góð stelpa. Við töl­um bara um skemmti­lega hluti. Tónlist, tísku, skemmti­lega hluti. Ég vil ekki tala um nei­kvæða hluti og láta fólki líða illa, þannig að ég tala aldrei um þetta við hana,“ sagði Hilt­on.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka