Sér eftir að hafa unnið með Allen og Polanski

Kate Winslet sér eftir að hafa unnið með Roman Polanski …
Kate Winslet sér eftir að hafa unnið með Roman Polanski og Woody Allen. AFP

Leik­kon­an Kate Winslet sér eft­ir að hafa unnið með leik­stjór­un­um Woo­dy Allen og Rom­an Pol­anski. Winslet opnaði sig um eft­ir­sjá sína í viðtali við Vanity Fair þegar hún var spurð út í MeT­oo-hreyf­ing­una. 

Winslet seg­ist varla skilja hvað hún var að hugsa þegar hún vann með þeim Allen og Pol­anski.

„Mér finnst ótrú­legt hversu virt­ir þess­ir menn voru, svo víða í kvik­mynda­geir­an­um og eins lengi og þeir voru. Það er mjög mik­il van­v­irðing. Ég verð að taka ábyrgð á þeirri staðreynd að ég vann með þeim báðum. Ég get ekki spólað til baka. Ég er að glíma við þessa eft­ir­sjá en hvað eig­um við ef við get­um ekki sagt sann­leik­ann?“

Leikstjórinn Roman Polanski.
Leik­stjór­inn Rom­an Pol­anski. AFP
Leikstjórinn Woody Allen.
Leik­stjór­inn Woo­dy Allen. AFP

Winslet lék í mynd­inni Carna­ge eft­ir Rom­an Pol­anski sem kom út árið 2011. Leik­kon­an lék síðan í mynd­inni Wond­er Wheel eft­ir Woo­dy Allen en sú mynd kom út 2017. 

Óskar­sverðlauna­haf­inn Rom­an Pol­anski flúði Banda­rík­in árið 1978 eft­ir að hann viður­kenndi að hafa nauðgað stúlku þegar hún var aðeins 13 ára. Áður en Pol­anski flúði var hann í 42 daga í fang­elsi í Banda­ríkj­un­um. Dótt­ir Allens, Dyl­an Farrow, sak­ar ósk­ar­sverðlauna­leik­stjór­ann um að hafa beitt sig kyn­ferðis­legu of­beldi þegar hún var aðeins sjö ára göm­ul. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell