Þögn á útvarpsstöðvum

Selma Björnsdóttir, Bubbi Morthens, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Helgi Björnsson (formaður), …
Selma Björnsdóttir, Bubbi Morthens, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Helgi Björnsson (formaður), Páll Óskar Hjálmtýsson, Guðrún Ýr Eyfjörð og Sigríður Thorlacius eru í stjórn og varastjórn félagsins. Ljósmynd Brynjar Snær

Til þess að vekja at­hygli á ný­stofnuðu fé­lagi, Fé­lag sjálf­stætt starf­andi tón­listar­fólks, gerðu út­varps­stöðvarn­ar Bylgj­an, FM957, X977, Rás 1, Rás 2, K100 og Suður­land FM hlé á dag­skrá sinni með þögn í stuttu stund kl.8:45 í morg­un.

Fé­lagið var stofnað fyr­ir tæp­um mánuði og er ætlað að standa vörð um rétt­indi, gæta hags­muna og efla sam­stöðu fé­lags­manna auk þess að út­breiða skiln­ing á verk­tak­a­starf­semi í ís­lensk­um tón­list­ariðnaði, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Fyrstu stjórn fé­lags­ins skipa þau Helgi Björns­son (formaður), Selma Björns­dótt­ir, Guðrún Ýr Eyfjörð, Guðmund­ur Óskar Guðmunds­son og Bubbi Mort­hens. Vara­menn eru Páll Óskar Hjálm­týs­son og Sig­ríður Thorlacius.

Í sum­ar kom út skýrsla um áhrif COVID-19 á ís­lenska tón­list­ar­geir­ann. Að skýrsl­unni stóðu Fé­lag ís­lenskra hljómlist­ar­manna, Fé­lag hljóm­plötu­fram­leiðanda, Sam­tök flytj­enda og hljóm­plötu­fram­leiðenda, STEF, Tón­list­ar­borg­in Reykja­vík og Útflutn­ings­skrif­stofa ís­lenskr­ar tón­list­ar. Rit­stjór­ar eru María Rut Reyn­is­dótt­ir og Bryn­dís Jónatans­dótt­ir.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að tekju­mögu­leik­ar þeirra sem hafa at­vinnu að því að sinna lif­andi tón­listar­flutn­ingi þurrkuðust út á einni nóttu í mars­mánuði. Fjöldi lista­manna starfar við blandaða vinnu, að hluta launþegar og að hluta verk­tak­ar í fjölda verk­efna inn­an þess sem hef­ur verið kallað hark­hag­kerfið, þar sem lista­menn vinna að mörg­um ólík­um verk­efn­um hverju sinni með það að mark­miði að ná fram viðun­andi heild­ar­tekj­um.

Inn­an hark­hag­kerf­is­ins koma til fleiri þætt­ir sem valda því að stærst­ur hluti tón­list­ar­manna hef­ur enn ekki fengið úr­lausn sinna mála hjá Vinnu­mála­stofn­un, þrátt fyr­ir að vera í fullu starfi í sínu fagi og ríf­lega það á árs­grund­velli.

Við þetta bæt­ist að marg­ir tón­list­ar­menn höfðu lagt út mik­inn kostnað vegna ým­issa verk­efna sem ekki fæst end­ur­greidd­ur. Auk þess sem nán­ast úti­lokað er að skipu­leggja verk­efni kom­andi vetr­ar, sér­stak­lega fyr­ir þá sem starfa einnig utan land­stein­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell