„Enginn er fullkominn“

Josephine Bornebusch og Sverrir Guðnason í hlutverkum Clöru og Peter …
Josephine Bornebusch og Sverrir Guðnason í hlutverkum Clöru og Peter í Elskaðu mig.

Leik­ar­inn Sverr­ir Guðna­son fer með eitt af aðal­hlut­verk­um þátt­anna Älska mig, eða Elskaðu mig, sem finna má á streym­isveit­unni Viaplay og verður önn­ur þáttaröð aðgengi­leg þar frá og með morg­un­deg­in­um, 13. sept­em­ber.

Sverr­ir leik­ur í þátt­un­um Peter nokk­urn sem Cl­ara, aðal­per­són­an, fell­ur fyr­ir í fyrstu syrpu en hún er leik­in af Josephine Bornebusch sem er einnig hand­rits­höf­und­ur þátt­anna og leik­stjóri. Þau Sverr­ir hafa lengi þekkst og starfað sam­an en fyr­ir þá sem ekki vita er Sverr­ir með þekkt­ustu og vin­sæl­ustu leik­ur­um Svíþjóðar, þótt ís­lensk­ur sé í húð og hár. 

Fyrri syrpa Elskaðu mig mun vera ein sú vin­sæl­asta sem Viaplay hef­ur sýnt frá því skrúfað var frá veit­unni. Sverr­ir er beðinn að segja frá þátt­un­um, um hvað þeir fjalla. „Þeir fjalla um fjöl­skyldu. Mamm­an deyr og all­ir í fjöl­skyld­unni eru þá orðnir ein­hleyp­ir,“ seg­ir Sverr­ir og á þar líka við ekkil­inn, Sten. „Þetta eru þætt­ir um ástar­líf þeirra og ég leik mann­inn sem dótt­ir­in, Cl­ara, hitt­ir,“ seg­ir Sverr­ir.

Er hann þá í mjög róm­an­tísku hlut­verki? „Jú, þetta er mik­il róm­an­tík,“ svar­ar Sverr­ir kím­inn. Hann seg­ist lítið hafa leikið í slík­um þátt­um eða kvik­mynd­um. „Ég hef gert ein­hverj­ar róm­an­tísk­ar kó­medí­ur og fann að Josephine Bornebusch, höf­und­ur þátt­anna, vildi gera eitt­hvað meira,“ seg­ir Sverr­ir. Hann seg­ir hættu á því að slíkt efni, róm­an­tískt gam­andrama, verði kjána­legt en svo hafi ekki verið í til­felli þess­ara þátta. „Þegar ég hitti hana og hún sagði mér hvað hún væri að fara að gera fann ég að þetta gæti orðið mjög gott.“

Hvernig ná­ungi er Peter? Þurft­ir þú ekki að búa til karakt­er til að vinna með áður en tök­ur hóf­ust?

„Jú og maður gæti sagt að Peter sé í fyrstu seríu svo­lítið þessi full­komni maður sem er ekki mjög auðvelt að hitta. Það virk­ar ein­hvern veg­inn allt hjá hon­um en nú er sería tvö að koma og við skul­um sjá hvað ger­ist,“ svar­ar Sverr­ir sposk­ur. „Eng­inn er full­kom­inn.“ 

Finnst skemmti­leg­ast að hafa hlut­verk­in fjöl­breytt

Sverr­ir hef­ur leikið í fjölda sjón­varpsþátta og kvik­mynda á ferli sín­um en kvik­mynda­titl­arn­ir eru öllu fleiri en sjón­varpsþátta­titl­arn­ir. En á hann sér eitt­hvert drauma­hlut­verk, hlut­verk sem hon­um hef­ur enn ekki verið boðið? „Ég bara held ekki,“ svar­ar hann og seg­ist ekki hafa séð fyr­ir þau hlut­verk sem hann hef­ur tekið að sér í ár­anna rás. Skemmti­leg­ast finnst hon­um að hafa hlut­verk­in fjöl­breytt, eins og til dæm­is að leika Peter í Älska mig og síðan Kurt Haij­by. Sverr­ir forðast end­ur­tekn­ing­ar og seg­ist vilja prófa ólík hlut­verk. Blaðamaður spyr leik­ar­ann að lok­um hvenær hann muni leika í ís­lensk­um þátt­um eða kvik­mynd. „Ég er alltaf að reyna að skipu­leggja eitt­hvað svo­leiðis en hef­ur ekki tek­ist að koma því í verk. Ég vona að það ger­ist fljót­lega.“

Viðtalið við Sverri má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú aðstoðar við að fá pólitískan og félagslegan stuðning við verkefni sem þú ert að vinna að. Mundu að hver hefur til síns ágætis nokkuð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú aðstoðar við að fá pólitískan og félagslegan stuðning við verkefni sem þú ert að vinna að. Mundu að hver hefur til síns ágætis nokkuð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir