Móðurást og hófleg dagdrykkja

Mads Mikkelsen sturtar í sig freyðivíni í dönsku kvikmyndinni Druk.
Mads Mikkelsen sturtar í sig freyðivíni í dönsku kvikmyndinni Druk.

Nú ligg­ur fyr­ir hvaða kvik­mynd­ir verða sýnd­ir í dag­skrár­flokk­in­um Fyr­ir opnu hafi á Alþjóðlegri kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík, RIFF, sem hefst 24. sept­em­ber. Þeirra á meðal eru nýj­ustu verk leik­stjór­anna Thom­as Vin­ter­berg og Magn­us von Horn og seg­ir í til­kynn­ingu frá RIFF að kvik­mynd­irn­ar í þess­um flokki séu meist­ara­verk sem hafi vakið at­hygli, verið til­nefnd og unnið til verðlauna á stærstu kvik­mynda­hátíðum Evr­ópu. Marg­ar kvik­mynd­anna séu einnig á dag­skrá stóru haust­hátíðanna í Fen­eyj­um og Toronto.
„Í ár hef­ur þessi flokk­ur lík­lega aldrei verið eins spenn­andi, gam­an­mynd­ir í bland við drama,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og kvik­mynd­ir sem snerti á öll­um hliðum mann­lífs­ins, til að mynda mynd um til­raun lífsþreyttra fé­laga við að auka lífs­ham­ingj­una með hóf­legri dagdrykkju, kvik­mynd um for­ræðis­bar­áttu móður fyr­ir börn­um sín­um og kvik­mynd um grát­bros­lega leit að ást og skugga­hliðum sam­fé­lags­miðla.


Átta kvik­mynd­ir


Kvik­mynd­irn­ar sem sýnd­ar verða eru eft­ir­far­andi:
Sviti/​Sweat
Nýj­asta kvik­mynd sænska leik­stjór­ans Magn­us von Horn en kvik­mynd hans The Here Af­ter keppti í Vitrana­flokki RIFF árið 2015 og hef­ur verið sýnd á fjölda kvik­mynda­hátíða og seld til ótal landa. Mynd­in gef­ur inn­sýn í líf áhrifa­valds­ins Sylwia Zajac sem hef­ur öðlast mikla frægð og frama á sam­fé­lags­miðlum en er þó í raun ein í heim­in­um. Hér má sjá stiklu:



Ann­an um­gang/​Anot­her Round
Nýj­asta kvik­mynd danska leik­stjór­ans Thom­as Vin­ter­berg sem var frum­sýnd í Cann­es og sýnd í Toronto í vik­unni. Mads Mikk­el­sen er í aðal­hlut­verki og seg­ir mynd­in af nokkr­um lífsþreytt­um kenn­ur­um sem ákveða að sann­reyna þá kenn­ingu að það bæti lífið og auki sköp­un­ar­gáf­una að vera alltaf svo­lítið í glasi. Til­raun­in byrj­ar ágæt­lega en fljót­lega fer að halla und­an fæti.


Hirðingj­a­land/​Noma­dland
Kvik­mynd með banda­rísku leik­kon­unni Frances McDormand í aðal­hlut­verki, í leik­stjórn Chloé Zhao. Hún var frum­sýnd sam­tím­is á kvik­mynda­hátíðunum í Fen­eyj­um og Toron­tó. Seg­ir af konu á sjö­tugs­aldri sem hef­ur misst allt sitt í fjár­málakrepp­unni og held­ur í ferðalag um am­er­íska vestrið þar sem hún dreg­ur fram lífið í sendi­ferðabíl sem nú­tíma­hirðingi.

Frances McDormand í Nomadland.
Frances McDormand í Noma­dland.



Dval­arstaður/​Chart­er
Í til­kynn­ingu seg­ir að gagn­rýn­end­ur hafi kallað þessa mynd eina bestu mynd árs­ins en hún var frum­sýnd á Sund­ance-kvik­mynda­hátíðinni fyrr á ár­inu. Í þess­ari kvik­mynd Amöndu Ker­nell er fjallað um tak­marka­lausa móðurást en eitt aðal­hlut­verk­anna er í hönd­um Sverr­is Guðna­son­ar og hlaut mynd­in Europa Cinem­as Label-verðlaun­in sem besta evr­ópska kvik­mynd­in árið 2016. Hér má sjá stiklu úr Chart­er: 

Við erum hér/​Here we are
Mynd sem frum­sýnd var á Cann­es-kvik­mynda­hátíðinni á þessu ári, í leik­stjórn Nir Bergman. Hér seg­ir af Aharon sem hef­ur helgað líf sitt því að ann­ast ein­hverf­an son sinn, Uri. Líf þeirra er í þægi­legri rútínu en komið er að því að Uri flytji að heim­an og fari að lifa eig­in lífi. Spurn­ing­in er hvor­um reyn­ist það erfiðara, föður eða syni.


Kött­ur í veggn­um/​Cat in the Wall
Kött­ur í veggn­um var frum­sýnd á Locarno-hátíðinni í Sviss og er í leik­stjórn Vesela Kaza­kova og Mina Mileva. Þær Mini og Ven­sela hafa valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu Búlgaríu með heim­ild­ar­mynd­um sem komið hafa illa við kaun­in á hátt­sett­um mönn­um þar í landi, seg­ir í til­kynn­ingu RIFF, enda fjalli þær um valdatafl og skugga­lega fortíð nafn­togaðra stjórn­mála­manna. Í mynd­inni seg­ir af búlgarskri fjöl­skyldu í London sem lend­ir í mikl­um erj­um við ná­granna sína vegna villikatt­ar sem fjöl­skyld­an hef­ur tekið að sér. Skáldaður farsi með al­var­leg­um und­ir­tón, seg­ir um mynd­ina. Hér má sjá stiklu:

Við stjórn­völ­inn/​A L’a­bor­da­ge
Gam­an­mynd eft­ir Guillaume Brac sem var heims­frum­sýnd á kvik­mynda­hátíðinni í Berlín síðasta vet­ur þar sem hún hlaut FIPRESCI-verðlaun alþjóðlegra sam­taka kvik­mynda­gagn­rýn­enda. Í henni seg­ir af Félix nokkr­um sem ákveður að elta sálu­fé­laga sinn yfir þvert Frakk­land en í kjöl­farið fer af stað grát­bros­leg at­b­urðarás þar sem margt fer úr skorðum. Gam­an­mynd um sam­skipti og ást­ir unga fólks­ins. 


Frök­en Marx/​Miss Marx
Kvik­mynd í leik­stjórn Súsönnu Nicchiar­elli sem er meðal þeirra sem kepptu til aðal­verðlauna Kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Fen­eyj­um sem lauk um helg­ina. Hér seg­ir af hinni frjáls­legu og ástríðufullu Eleanor Marx, yngstu dótt­ur Karl Marx, sem var í hópi þeirra for­ystu­kvenna sem fyrst leiddu sam­an fem­in­isma og sósí­al­isma og barðist fyr­ir aukn­um rétt­ind­um kvenna og verka­fólks. Hér má sjá stiklu úr kvik­mynd­inni:

Mynd­irn­ar á RIFF verða sýnd­ar í Bíó Para­dís, Nor­ræna hús­inu og á net­inu í gegn­um www.riff.is. Hátíðin verður sett 24. sept­em­ber og hefst miðasala nú í vik­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér er lagið að ná árangri í rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í dag. Byrjaðu á því að standa við gömul loforð, svo geturðu byrjað á þeim nýju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér er lagið að ná árangri í rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í dag. Byrjaðu á því að standa við gömul loforð, svo geturðu byrjað á þeim nýju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir