Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg segir að hún hafi misst allt eftir að hún sagði kynferðislegan brandara um George W. Bush Bandaríkjaforseta á fjáröflunarfundi í New York árið 2004.
Goldberg var gestur Drew Barrymore í nýjum spjallþætti hennar. Hún segir að eftir að fjallað var um brandarann í fjölmiðlum vestanhafs hafi hún hætt að fá atvinnutilboð og að fótunum hafi í raun verið kippt undan henni.
„Ég var mjög, mjög heppin því ég kom mér í vandræði þegar ég móðgaði stjórnmálamann og missti allt. Ég missti getuna til að sjá fyrir mér, ég misst alls konar hluti sem ég var með í gangi sem ég hagnaðist fjárhagslega á. Þannig að ég vann ekki í fimm ár eftir það,“ sagði Goldberg.
Goldberg er nú stjórnandi spjallþáttanna The View. „Barbara Walters, Guð blessi hana, sagði við mig: „Mig vantar aðra manneskju. Myndir þú íhuga það?“ Ég sagði já því ég var búin að eyða öllum sparnaðinum mínum,“ sagði Goldberg.