Nadía lýsir „heitri“ kvöldstund með Greenwood

Nadía Sif Gunnarsdóttir.
Nadía Sif Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Nadía Sif Gunnarsdóttir, önnur tveggja íslenskra kvenna sem heimsóttu ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu um síðustu helgi, segir í viðtali við breska miðilinn The Sun að hún hafi komist í kynni við Greenwood í gegnum stefnumótaforrit. 

Fod­en og Ma­son gerðust sek­ir um brot á ís­lensk­um sótt­varn­a­regl­um með heim­sókn Nadíu og vinkonu hennar Láru Clausen. Voru þeir báðir sektaðir um 250.000 krón­ur auk þess sem þeir voru send­ir heim til Eng­lands og spiluðu því ekki með enska landsliðinu í leik liðsins gegn Dan­mörku á þriðju­dag. 

Lára tjáði sig um málið fyrr í vikunni í viðtali við Daily Mail og sagðist þá hafa sofið hjá Foden. 

Nú hefur Nadía sömuleiðis rofið þögnina og tjáð sig um „heita“ kvöldstund sína með Greenwood sem leikur með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. 

Nadía segir að hún og Greenwood, sem hún kallar feiminn, hafi endað ein saman á hótelherbergi þegar Lára og Foden fóru ein í annað herbergi. „Mason kyssti mig og það hitnaði í kolunum,“ segir Nadía um kvöldið með Greenwood. 

„Hann var vissulega ekki jafn feiminn líkamlega og hann er félagslega. Já, hlutir gerðust en ég vil ekki fara út í smáatriði,“ segir Nadía. 

Lára og Nadía fóru svo að sofa í sama her­berg­inu. Þrem­ur tím­um seinna vöknuðu þær við ör­ygg­is­verði liðsins að leita að leik­mönn­un­um tveim­ur.

Þótti Ísland leiðinlegt land

Þá segir Nadía að starfsmenn hótelsins hafi sagt vinkonunum að kvöldið áður hefðu tvær aðrar konur reynt að hitta leikmenn enska landsliðsins á hótelinu, en þeim verið vísað út. 

Nadía segist ekki hafa vitað hver Greenwood var áður en hann hafði samband við hana á stefnumótaforritinu. Þau hafi spjallað saman á forritinu og hann síðan beðið hana um að koma og hitta sig á hótelinu þar sem hann gæti ekki yfirgefið það. Nadía bókaði þá hótelherbergi og fór á fund Greenwood. Þegar Nadía mætti á hótelið spurði Greenwood hvort hún ætti vinkonu, en Foden hafði þá farið með Greenwood af hæð enska landsliðsins á fund Nadíu. 

Nadía hringdi þá í Láru, sem hafði skutlað henni á hótelið, og bauð henni að koma. Hún keypti nammi fyrir hópinn á leiðinni og segir Nadía að Greenwood hafi borðað liggur við allt nammið. Nadía segir að Foden og Greenwood hafi sagt við stelpurnar að þeim þætti Ísland leiðinlegt land. 

Nadía segir að leikmennirnir hafi ekki beðið stúlkurnar um að sleppa því að taka myndir. Hún segist þó ekki hafa lekið neinu myndefni til fjölmiðla. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach