Umræðan að snúast gegn stúlkunum?

Það mál sem hvað hæst hefur borið undanfarna daga í samfélagsumræðunni hverfist án efa um kynni þeirra Nadíu Sifjar og Láru Clausen við ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden. Umræðan hefur tekið nokkrum breytingum samhliða nýjum vendingum í málinu.

Fjórmenningarnir hittust á Hótel Sögu 5. september eftir 0:1 sigur Englendinga á Íslandi í Þjóðadeildinni í knattspyrnu.

Fólk sakað um drusluskömm

Upphaflega þótti umræðan að miklu leyti á þá leið að Nadía og Lára hefðu sýnt óábyrga hegðun með því að hitta þá Foden og Greenwod, sem áttu enn að vera í sóttkví eftir leik þeirra við íslenska landsliðið.

En eftir að ummæli fóru að birtast á samfélagsmiðlum, þar sem um stúlkurnar voru höfð orð á borð við skækjur, hórur og hjónadjöflar, komu fjölmargir þeim til varnar og sökuðu fólk um drusluskömm (e. slut shaming).

Stelpurnar ættu ekki skilið slíkt umtal og deildu margir mynd á Instagram þar sem fólk viðurkenndi að það hefði líklega sjálft eytt nótt með enskum landsliðsmanni í knattspyrnu ef það byðist.

Illa gert að lýsa kynnum af bólfélaga í fjölmiðlum

Nú virðist umræðan hins vegar vera að snúast á nýjan leik. Margir fullyrða að það sé illa gert að fara í fjölmiðla og lýsa kynnum sínum af bólfélaga sem geti engum vörnum við komið.

Eins og mbl.is greindi nýverið frá, fóru þær Nadía og Lára í viðtöl við breska miðla þar sem þær lýsa kvöldinu umrædda á Hótel Sögu í, oft og tíðum, ansi miklum smáatriðum.

Leikarinn og dagskrárgerðarmaðurinn Felix Bergsson spyr á Twitter hvað megi kalla þá sem selji erlendum miðlum sögur af bólförum sínum. Þar eru mörg svörin á þá leið að þær Nadía og Lára séu siðlausar og athyglissjúkar. Þá spyr einn hvort ætlaðar tekjur þeirra af viðtölum við erlend slúðurblöð séu skattskyldar.

Einhverjir hafa einnig gert athugasemd við það að mörgum finnist í lagi að önnur stúlknanna hafi deilt myndum af Phil Foden, þar sem sést í beran afturendann á honum, án hans samþykkis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir