Tónlistarkonan Cardi B hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn, tónlistarmanninn Offset. Parið gifti sig í leyni árið 2017 og á saman tveggja ára dótturina Kulture.
Samkvæmt gögnum í málinu hefur Cardi óskað eftir fullu forræði yfir dóttur þeirra og vill fá meðlag frá Offset. BBC greinir frá.
Cardi sótti um skilnað í gær, þriðjudag, í heimaríki sínu Georgíu, hvar þau hafa verið búsett síðustu mánuði.
Hún óskaði eftir því að eignum þeirra yrði skipt til helminga.
Ýmislegt hefur gengið á í hjónabandi þeirra Cardi B og Offset en þau hætti tímabundið saman í desember 2018. Þá gengu sögusagnir um að Offset hefði haldið fram hjá henni. Hann bað hana opinberlega afsökunar á tónleikum.
Í viðtali við Cosmopolitan sagðist hún svo vilja taka við honum aftur og vinna í sambandinu. Hún sagði að það sem hann hefði gert hefði ekki verið rétt en hún væri enginn engill sjálf.