Tökur á Ófærð 3 að hefjast á Siglufirði

Tökur á þriðju seríunni af Ófærð hefjast á Siglufirði á …
Tökur á þriðju seríunni af Ófærð hefjast á Siglufirði á næstu dögum. ljósmynd/Lilja Jóns

Áætlað er að tökur á þriðju seríu af Ófærð hefjist á Siglufirði í september að því er fram kemur í tilkynningu á vefnum Trölli.is.

Sjónvarpsþættirnir Ófærð hafa notið mikilla vinsælda á síðustu árum bæði hér heima og erlendis. Þættirnir fjalla um lögreglumanninn Andra Ólafsson sem leikarinn Ólafur Darri Ólafsson túlkar.

Á bilinu 60 til 80 manns munu koma til Siglufjarðar í tengslum við tökurnar sem áætlað er að ljúki í kringum 9. október. Hópurinn mun dvelja í húsum víðsvegar um bæinn og einnig á hótelum að því er fram kemur á vef Trölla.

Tökur munu að hluta til fara fram í Sundlaug Siglufjarðar og verður laugin lokuð á meðan. Líkamsrækt og íþróttahús verða opið á meðan en tökur eru fyrirhugaðar í sundlauginni 24. september næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka