Berry sviptir hulunni af kærastanum

Halle Berry er komin í samband með tónlistarmanninum Van Hunt.
Halle Berry er komin í samband með tónlistarmanninum Van Hunt. AFP

Leikkonan Halle Berry greindi frá nafni kærasta síns á Instagram í vikunni. Berry hafði skapað mikla forvitni hjá aðdáendum sínum um hverjum hún væri í sambandi með en fyrr í sumar birti hún myndir af tveimur pörum af fótum uppi í rúmi á Instagram.

Í gær birti hún svo mynd af sér í stuttermabol sem á stóð Van Hunt. Undir myndina skrifaði hún „Núna vitið þið það“ og setti lyndistákn af hjarta og fæti. Hunt sjálfur endurbirti svo myndina af Berry. Hunt birti einnig mynd af sér 30. ágúst þar sem Berry sést kyssa hann á kinnina.

Hunt er 50 ára gamall tónlistarmaður. Hann gaf út sína fyrstu plötu, Van Hunt, árið 2004 og sína aðra plötu, On the Jungle Floor, árið 2006. Hann vann Grammy-verðlaunin árið fyrir lagið Family Affair ásamt Sly & the Family Stone.

View this post on Instagram

now ya know... ♥️🦶🏽

A post shared by Halle Berry (@halleberry) on Sep 17, 2020 at 12:04pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir