Hefur ekki verið með manni í 5 ár

Charlize Theron er ánægð ein.
Charlize Theron er ánægð ein. AFP

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Charlize Theron er ánægð með líf sitt eins og það er. Hún hef­ur ekki verið í sam­bandi með manni í fimm ár og sagði í spjallþætti leik­kon­unn­ar Drew Barrymore að næsti elsk­hugi henn­ar þyrfti að búa yfir nokkr­um mjög góðum kost­um. 

„Ég hef farið á nokk­ur stefnu­mót en ég hef ekki verið að hitta neinn í meira en fimm ár,“ sagði leik­kon­an sem er 45 ára og á tvö ætt­leidd börn. 

Theron er opin fyr­ir því að verða ást­fang­in en hún seg­ir líf sitt hrein­lega svo gott að ef hún ætti að byrja með ein­hverj­um þyrfti sá hinn sami að jafna það eða bæta. 

„Ég get í al­vöru sagt og lagt líf mitt að veði að ég er ekki einmana,“ sagði Theron sem er þakk­lát fyr­ir fjöl­skyld­una sem hún á. 

Síðasti kær­asti Theron var leik­ar­inn Sean Penn. Penn og Theron byrjuðu sam­an árið 2013 og trú­lofuðu sig ári seinna. Theron hætti með leik­ar­an­um sum­arið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell