Helgi Björns skemmtir þjóðinni

Helgi Björns og félagar verða í glimrandi góðum gír eins …
Helgi Björns og félagar verða í glimrandi góðum gír eins og vanalega. Ljósmynd/Mummi Lú

Helgi Björns held­ur áfram að skemmta þjóðinni í beinni út­send­ingu ásamt Reiðmönn­um vind­anna og frá­bær­um gest­um í nýj­um þátt­um í vet­ur. Hægt er að fylgj­ast með tón­leik­un­um í beinni á mbl.is, en tón­leik­arn­ir hefjast kl. 20. 

Fólk þarf ekki að ör­vænta þótt skemmti­staðir séu lokaðir um helg­ina því Helgi Björns snýr aft­ur í Sjón­varp Sím­ans með þátt­inn „Það er kom­in Helgi“, en eins og lands­menn muna sigraði Helgi hug og hjörtu lands­manna í fyrstu bylgju kór­ónu­veirunn­ar og létti þjóðinni lund­ina með kvöld­vöku­stemn­ingu í beinni út­send­ingu.

Sprell­um og syngj­um

„Ég hlakka til. Það er ekki mikið annað að gera þessa dag­ana, þannig að þetta er frá­bært. Þetta er létt fram­hald og byggt á sama grunni og þætt­irn­ir í vor. Við höf­um gam­an, sprell­um og syngj­um og fáum góða gesti,“ seg­ir Helgi.

Í þetta sinn verða þætt­irn­ir ekki heima hjá Helga held­ur send­ir út frá Hlé­garði í Mos­fells­bæ.

„Það er búið að henda mér út í hlöðu,“ seg­ir hann og hlær.

„Ég verð að gera mitt besta til að halda uppi stuðinu um helg­ina og er sko ekki kom­inn með leiða á því; þá væri ég löngu hætt­ur. Svo reyni ég alltaf að skemmta sjálf­um mér í leiðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir