„Síðan hef ég bara málað“

Listamaðurinn Reinar er fluttur aftur heim frá Brüssel og sýnir …
Listamaðurinn Reinar er fluttur aftur heim frá Brüssel og sýnir næst á myndlistarkaupstefnunni í Moskvu.

Íslenski mynd­list­armaður­inn Rein­ar For­em­an er í góðum hópi lista­manna, bæði ungra og reynslu­mik­illa, sem eiga verk á opn­un­ar­sýn­ingu metnaðarfulls nýs sýn­ing­ar­sal­ar sem var opnaður í Berlín í liðinni viku en galle­ríið nefn­ist ForA - Contemporary Art Plat­form. Í texta sem fylgdi sýn­ing­unni úr höfn seg­ir að á hana hafi verið vald­ir ólík­ir list­mál­ar­ar þar sem valið end­ur­spegli í senn fjöl­breyti­leika og feg­urð. Sýnd voru verk eft­ir 18 lista­menn, þar á meðal þunga­vigt­ar­menn á borð við Mart­in Kipp­en­ber­ger, Georg Do­koupil og Don­ald Baechler. Rein­ar var við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar og sit­ur nú í sótt­kví heima hjá sér.

„Ég er ann­ars ný­flutt­ur heim,“ seg­ir Rein­ar þegar slegið er á þráðinn til hans. Hann seg­ir að þau eig­in­kon­an, Jenný Lárent­sín­us­dótt­ir, hafi flutt heim frá Brüs­sel hvar þau hafi verið bú­sett síðustu þrjú árin og hann verið með vinnu­stofu. „Það var bara ör­ugg­ara í stöðunni,“ bæt­ir hann við.

En hann ákvað að skella sér á opn­un­ina í Berlín, annað hafi ekki verið hægt. En hvernig kom til að Rein­ar, þessi 27 ára gamli listamaður, átti verk á þess­ari sýn­ingu?

„ForA er nýtt galle­rí og vildu eig­end­urn­ir vera með grand opn­un sem sýndi hvað þau hafa góð sam­bönd. Þau völdu að sýna verk eft­ir eldri, virta lista­menn og líka eft­ir nokkra yngri, til að sýna að þau fylg­ist vel með. Þau hringdu í mig og spurðu hvort ég vildi vera með. Mér þótti það auðvitað skemmti­legt – en það var líka stress­andi því ég þurfti að mála ný verk fyr­ir sýn­ing­una án þess að ég hefði til þess aðstöðu þar sem ég var ný­flutt­ur heim.“

Það eru því nýj­ustu mynd­ir Rein­ars sem sýnd­ar eru í Berlín, tvö mál­verk sem hann seg­ir í „millistærð“.

Gam­an á opn­un­inni

Lista­manna­hóp­ur­inn á fyrstu sýn­ingu ForA sýn­ir að eig­end­ur virðast stór­huga og Rein­ar staðfest­ir að svo sé.

„Eig­and­inn er rúss­nesk kona, einn listamaður­inn sem á verk á sýn­ing­unni er maður­inn henn­ar. Hún hef­ur áður rekið galle­rí í Berlín og vildi fara aft­ur í lista­brans­ann.“ Opn­un­in í síðustu viku var liður í eins kon­ar galle­rí­helgi í Berlín, með fjölda sýn­inga. „Og það var mjög gam­an þrátt fyr­ir stíf­ar fjölda­tak­mark­an­ir í öll­um söl­um og grímu­skyldu. Fólk var greini­lega spennt fyr­ir að mæta á sýn­ing­una og skoða verk­in, sem var gam­an.“

First contact. Annað málverkanna sem Reinar á á sýningunni í …
First contact. Annað mál­verk­anna sem Rein­ar á á sýn­ing­unni í ForAgalle­rí­inu í Berlín, sem var opnuð í liðinni viku.

Málaði verk­in á 40 dög­um

Und­an­far­in ár, meðan hann hef­ur verið bú­sett­ur í Brüs­sel, hef­ur Rein­ar verið að geta sér nafn í evr­ópsku mynd­list­ar­lífi. Hann hef­ur til að mynda áður sýnt í Berlín.

„Snemma í fyrra­sum­ar var ég með sóló­sýn­ingu í Seven star-galle­rí­inu þar og svo var ég með sóló­sýn­ingu í galle­ríi í Moskvu í vet­ur,“ seg­ir hann. Blaðamaður hafði ein­mitt tekið eft­ir því á net­inu, að sýn­ing Rein­ars var opnuð þar í mars­byrj­un, rétt áður en kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á.

„Það kom þannig til að rúss­nesk kona sem kom á sýn­ing­una mína í Berlín fyr­ir tveim­ur árum var svo ánægð með hana að galle­ríið henn­ar bauð mér í helg­ar­ferð til Moskvu, að skoða galle­ríið og vita hvort ég vildi sýna þar. Þetta er af­skap­lega gjaf­milt og gott fólk. Við sömd­um um að ég myndi sýna og þau vildu hafa opn­un­ina á fjöl­sóttri sýn­inga­helgi og fyr­ir vikið fékk ég í raun minni fyr­ir­vara til að vinna verk­in en ég hefði kosið. Ég held ég hafi haft svona 40 daga til að mála alla sýn­ing­una – sem var pínu stress­andi,“ seg­ir hann og hlær.

Rein­ar málaði verk­in í Brüs­sel og flaug svo með þau til Moskvu.

Ekki sýn­ing­ar hér heima

Rein­ar seg­ir að hann hafi náð að vera í Moskvu við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar ásamt afa sín­um helg­ina áður en veirufar­ald­ur­inn lokaði öllu. Þeir hafi rétt sloppið heim áður en regl­ur um sótt­kví voru sett­ar á. Þegar slakað var á regl­um í Moskvu í sum­ar var sýn­ing­in opnuð að nýju. Moskvuæv­in­týr­um Rein­ars er þó ekki lokið því galle­ríið valdi að sýna verk eft­ir Rein­ar á sýn­ing­ar­svæði sínu á mynd­list­ar­kaupstefn­unni í Moskvu í nóv­em­ber. Skilj­an­lega seg­ist hann vera ánægður með það góða boð.

En stend­ur ekk­ert til að sýna á Íslandi?

„Ég væri al­veg til í það,“ svar­ar hann. „Ég hef ekki hingað til ekki fundið fyr­ir nein­um áhuga frá ís­lensk­um galle­rí­um.“

Rein­ar seg­ist ekki hafa hlotið mynd­list­ar­mennt­un en hafi farið að taka það al­var­lega að mála fyr­ir um fimm árum, þegar hann var 22 ára. Einu eða tveim­ur árum seinna helgaði hann sig list­inni al­farið.

Þegar Rein­ar er spurður þeirr­ar erfiðu spurn­ing­ar hvernig hann lýsi verk­um sín­um, hik­ar hann skilj­an­lega. „Með hverri sýn­ingu hjá mér hef­ur orðið ákveðin breyt­ing á verk­un­um. Ég hef varað galle­rí­in við því að bú­ast ekki við því að verk­in verði eins og á síðustu sýn­ingu. En ég hef lagt mikla áherslu á hreyf­ingu, myndin­ar eru oft óró­leg­ar og ég vinn þær hratt. Ég geri ekki skiss­ur, nota ekki varpa eða slíkt, og í raun er ég sí­fellt að gera til­raun­ir og að sjá hvað virk­ar. Ég mála mikið og hika ekki við að eyðileggja mynd­ir eða mála yfir. Þetta er lát­laust ferli enda fór ég ekki í form­legt nám og er því oft að brenna mig á hinu og þessu og læri af reynsl­unni.

Nú er ég í fyrsta skipti að gera til­raun­ir með lands­lag, nokkuð sem ég hef aldrei gert áður. Á fyrri sýn­ing­unni í Berlín var ég líka mikið að vísa í ljós­mynd­ir og bíó­mynd­ir, og þá ým­is­legt sem er að ger­ast kring­um bíó­mynd­irn­ar.“

Þegar spurt er hvort það hafi verið ein­hvers­kon­ar köll­un sem olli því að Rein­ar hellti sér út í mynd­list, þá ját­ar hann því. For­eldr­ar hans hafi lengið haldið því fram að hann ætti að sinna mynd­list. „Ég var svo að steikja ham­borg­ara á veit­ingastað niðri í bæ og var bú­inn að fá al­veg nóg af því þegar Jenný sagði að ég yrði bara að fá mér eitt­hvað annað að gera. Ég málaði mynd af henni, úr Suður-Am­er­íkureis­unni okk­ar og ein­hver keypti mynd­ina. Fyr­ir pen­ing­ana keypti ég meiri striga og málaði fleiri verk sem seld­ust líka. Þá setti ég upp sýn­ingu sjálf­ur í at­vinnu­hús­næði niðri í bæ. Jenný sagði að ef mér tæk­ist að selja helm­ing verk­anna þá gæti ég hætt að vinna og farið bara að mála. Og það tókst – síðan hef ég bara málað,“ seg­ir Rein­ar.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 15. sept­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir